Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 35
Hversdagskaka
250 gr smjörlíki 2 sléttar tsk. karde-
200 gr sykur momraur
1 pk. vanillusykur 750 gr hveiti
3 tsk. egg 4 tsk. ger
Ofurlítið salt Ca. 3 dl mjólk.
Smjörlíki og sykur hrærist saman, van-
illusykur, egg, salt og kardemommur er
látið út í, og síðast hveiti, ger og mjólk.
Skúffan úr bakarofninum er smurð og
helmingurinn af deiginu er látinn í hana
og 150 gr af dökkum púðursykri stráð of-
an á og afgangurinn af deiginu er látinn
yfir. Deigið er penslað með mjólk og gróf-
um sykri stráð yfir.
Norsk eplakaka
300 gr hveiti
Ofurlítið salt
3 tsk. ger
100 gr sykur
1 pk. vanillusykur
Ofurlítið salt
1 stk. egg
1 msk. mjólk eða
vatn
150 gr smjörliki
Hveiti og ger blandast saman og síað.
I miðju hveitisins er búin til hola og þar í
er látið: sykur, vanillusykur, salt, egg og
rnjólk (eða vatn). Þá er smjörlíkið skorið
i smáa bita og hnoðað saman við. Ef deig-
ið vill klessast saman, er það látið á kaldan
stað. Rúmlega helmingurinn af deiginu er
flattur út á botninn af tertuformi. Pikkað
með gaffli áður en það er bakað.
Ofninn er hitaður í 10 mín. áður en
kakan er sett inn og síðan bökuð í ca.
20 mín.
Á meðan er búið til eplamauk úr:
Ca. 1 kg epli
75 gr sykur
1 msk. vatn
2 msk. rúsínur
% flaska romm-essens.
Eplin eru afhýdd, kjarninn tekinn, og
Pau skorin í smábita, soðin lin með sykri,
yatni og þvegnum rúsínum. Romm-essens-
lnn er fyrst látinn út í, þegar maukið er
orðið kalt.
Hinn hlutinn af deiginu er flattur út á
°rðinu og skorinn eftir forminu. Úr af-
Sanginum af deiginu er búin til lengja, sem
or látin ofan á bakaða botninn, meðfram
hðum formsins, þannig að hún er ca. 3 sm
a hseð. Þá er maukið látið út á, deigið lagt
yrh’, penslað með mjólk og pikkað með
gaffli. Bakað í ca. 30 mín.
Einfalt lyf gegn óhreinni húð
Flestir vita það, að útlit húðarinnar fer
mikið eftir ástandi magans. Það er mjög
gott að borða mikið af grænmeti, ávöxtum
og mjólk, en rauðrófur eru langbeztar í
þessum tilgangi. Hráar, rifnar rauðrófur,
ein skeið nokkrum sinnum á dag í hálfan
mánuð — hafa reynst vera mjög gott lyf
gegn slæmri húð, rauðrófusafinn er nefni-
lega blóðaukandi. Þetta einfalda meðal var
notað þegar fyrir 100 árum, og þar sem
það bæði er einfalt og tiltölulega ódýrt, er
ekki nema sjálfsagt að taka það í notkun
aftur. Það er einnig mjög gott að borða
einn dag í viku eingöngu ávexti, þurrt
brauð og mjólk, einkum ef rauðrófur eða
annað blóðhreinsandi meðal er tekið með.
1 Frakklandi er slíkur vikulegur hreinsun-
ardagur mjög algengur.
Nátttreyjur úr kjólum
Hvað er hægt að gera við gamla kjóla
úr ljósum, þunnum efnum, sem við erum
hættar að geta gengið í?
Það er til dæmis hægt að búa til úr þeim
fallegar nátttreyjur, sem okkur finnst
flestum gott að eiga. Það er ekki erfitt
að sauma þannig flíkur. Og ef ekki næst
nægilegt efni úr einum kjól, má vel nota
fleiri, aðeins að litirnir fari vel saman.
HEIMILISBLAÐIÐ
79