Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 2
SKUGGSJÁ Skipi er lyft. Til aðgerðar eða gagngerðrar viðgerðar á skipi verður að setja það á þurrt land til þess að unnt sé að vinna við það írá öllum hliðum. 1 þeim til- gangi er því siglt inn í skipakví. Það eru til þurr- kvíar og fleytikvíar. Þurrkví er risastórt ker, sem skipið siglir inn i. Innsiglingaropinu er því næst lokað og vatninu dælt ur kerinu. Stoðir eru settar undir skipið með bjálkum. Hins vegar er flotkví gerð, eins og myndin sýnir, úr U-mynduðum kassa, með veggjum, sem eru holir að innan. Sé vatni hleypt inn í holrúmin, sekkur hann dýpra. Nú getur skipið siglt inn (1). Svo er vatninu dælt úr holum veggjum flotkviarinnar, og við það lyft- ist hún ásamt skipinu, sem í henní er (2). Að lok- um er botn kvíarinnar og skipið, sem þar er komið fyrir, alveg á þurru. Nú geta verkamennirnir kom- izt að skipinu frá öllum hliðum, og einnig má mála það að nýju (3). Sé skipið tilbúið, er vatni aftur dælt i veggina, svo að hún sígur, en skipið flýtur. Hættnr í kjöti. Áður fyrr kornu oft upp sóttir meðal manna vegna neyzlu svínakjöts, sem sýkt var af hár- ormum (tríkínum). Hárormarnir eru innilokaðir í kalkhylkjum í vöðvum svínakjötsins (1). Komist þeir niður í maga manna, leysist harða kalk- hylkið upp í magasýrunum, og ungarnir stækka og verða að þarmahárormum (2). Þeir verða kyn- þroska þegar eftir tvo daga. Hvert kvendýr elur um 1500 unga hárorma (3). Þeir hefja jafnskjótt göngu sína um líkamann. Þeir smjúga gegnum þarmaveggina inn í blóðæðarnar, þar sem þeir streyma með blóðinu til vöðvanna. Þar mynda þeir hylki utan um sig og valda áköfum vöðva- verkjum. Sýkist mikilvægir vöðvar, getur það haft dauða mannsins í för með sér. I dag er fyrirskipað með lögum, að stöðugt eftirlit sé haft með svína- kjöti. Sá, sem gegnir embætti svínakjöts-skoð- unarmanns, tekur kjötsýnishorn af hverju svíni. sem slátrað er og athugar það rækilega undir smásjá. Komist hann að raun um sýkingu, er allt kjötið af því svíni eyðilagt. HeÍmÍHsblcicSÍcS kemur út annan hvern mánuðj tvö töiubiöð saman; 4^bls. Verð árgangsins er kr. 65.00. 1 lausa- söiu kostar hvert blað kr. 12.00. Gjalddagi er 5. júní. - Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastræti 27. Sínii 36398. 'Pósthólf 304. — Prentsm. I.eiftur. é ; : \ýir áskriíemlur fíi eliirs ár^ang 1 ksiupbæti, ef liergun fylg'ir pöntuH' —- Utanáskrift er: 1teimiUshla&ið‘ Bergstaöastræti 27, póstliólf 304’ Reykijivík. Sími 30308.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.