Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 29
sagði Peggy, „þurfið þér eitthvað að borða.“ „Ég skal áreiðanlega útvega mér mat,“ svaraði Ogden Pieter. „Ef maður vinnur ekkert, fær maður heldur engan mat,“ sagði Peggy. „Ég vil læra að vinna. Það er seint að byrja núna, en ég skal geta lært það. Ég er ekki nema tuttugu og sex ára. Nú verð eg að veðja við sjáJfan mig um það, að ég geti unnið fyrir mér það sem eftir er æv- innar.“ „Ég held að ég sé farinn að skilja við hvað þér eigið,“ sagði Footsy Mertz. „Þér voruð fæddur til lífs í auðævum og áhyggju- ieysi, og nú hafið þér misst hvern einasta eyri sem þér áttuð.“ „Segið mér,“ sagði Ogden Pieter við Footsy Mertz. „Þér höfðuð aðstoðarmann hér áður fyrr.“ „Já. Hann Gabby. ACME hræddi hann i burt frá mér, eða bauð honum atvinnu.“ „Hvað þarf aðstoðarmaður að geta gert?“ „Fermt og affermt." „Það þarf engan sérstakan lærdóm til bess. Eru það ekki bara kraftarnir sem gilda?“ „Og úthaldið," svaraði Footsy. Feggy leit á Ogden Pieter með ljóma í augum. Þetta hafði hann sjálfur upphugs- að. Það vissi á gott. „Reynið hann, Footsy,“ Sagði hún. „Ég hef enga þörf fyrir slæpingja, ég barfnast raunverulegs karlmennis. Ég hef 1 nógu mörgu að stríða. Bronson hefur í bjónustu sinni menn, sem eru sannkallaðir gorilluapar, og þeir leika sér ekki að brúð- um. — p>ag eru engar skemmtireisur að aka flutningavagni." „Þér ættuð samt að reyna hann,“ sagði Feggy.. „Auk þess,“ mælti Footsy, „ræð ég eng- an nema ráðfæra mig við ömmu mína og fá hennar samþykki. Hún sagði, að Gabby ^uyndi aldrei reynast vel til lengdar — og hún hafði rétt fyrir sér. Nei, ég ræð engan, uema amma mín hafi sagt sitt álit.“ „Hver er amma yðar?“ spurði Peggy. „Hún hefur bein i nefinu, megið þið vita. Hún er einhver sú einbeittasta kona, sem maður getur fyrirhitt,“ sagði Footsy og var fullur aðdáunar á gömlu konunni. „Við búum saman, og það er hún, sem stjórnar öllu. Ég myndi heldur vilja slást við tígris- dýr en standa upp á móti henni ömmu minni.“ Peggy leit á hinn hávaxna og kraftalega Footsy Mertz. Og síðan reyndi hún að sjá fyrir sér ömmu hans risavaxna eins og skjaldmey eða va'lkyrju — með hnefa eins og bjarndýrshramma, gott ef ekki yfir- skegg líka — einskonar kraftajötun í kven- mannsmynd með hendur og fætur á stærð við það sem þetta barnabarn hennar hafði, hvort heldur hann var nú sonarsonur eða dóttursonur hennar. Það var ekki erfitt að ímynda sér, hvað kvenmaður af hennar tagi myndi halda um Ogden Pieter. „Þér þurfið að láta afferma vagninn, þeg- ar við komum til Lenox, er ekki svo?“ hélt Ogden Pieter áfram, „Það þarf að afferma hann — nema hvað?“ „Þá gætuð þér reynt, til hvers ég duga,“ svaraði Ogden Pieter. Footsy virti hann enn fyrir sér og hristi höfuðið. En síðan sagði hann: „Nú, jæja. Þér getið hjálpað mér við að afferma, og ég get látið hana ömmu líta á yður. Það er líka allt og sumt, sem ég get heitið yður.“ Loks rann upp sú stund, að vagninn ók inn í Lenox og sem leið lá að vöruskemm- unum, þar sem farmur hans skyldi af- greiddur. „Hvert hafið þér hugsað yður að fara?“ spurði Footsy og sneri sér að Peggy. „Ég held mig ekki alls fjarri,“ svaraði hún, „heldur fylgist með, hvernig allt fer.“ Mertz bakkaði bílnum að vörupallinum, opnaði dyrnar aftan til og baðaði út hend- inni. „Gerið svo vel og hefjizt handa,“ sagði hann við Ogden Pieter. „Þessa kassa þarf að bera út úr bílnum og inn í vöruskemm- una. Og það er það, sem maður kallar vinnu.“ Ogden Pieter gekk að afturdyrunum, greip löngum og fíngerðum höndum um stóran pappakassa fullan af niðursuðudós- heimilisblaðið 117

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.