Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 34

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 34
Dagar munaðar og óhófst virtust honum nú fjarlægir og óraunverulegir. — Það var undarlegt, hvað maðurinn getur verið fljót- ur að aðlagast breytingunum, þótt róttæk- ar séu, hugsaði hann; það er að segja, ef hann barðist ekki á móti þeim. Hann hafði ekki barizt á móti þeim, heldur tekið þeim sem staðreynd. Hann hafði gert allt hvað hann gat til að samlagast því sem viðburð- anna rás hafði neytt inn á hann, og hann var hreykinn af sjálfum sér vegna þess hve vel honum hafði tekizt það til þessa. Hann þreifaði í buxnavasa sinn eftir þeim peningaseðlum, sem þar voru. Þetta voru peningarnir hans. Hann hafði unnið fyrir þeim á heiðarlegan hátt. Þetta var það sem hann átti eftir af vikukaupinu sínu, eftir að hann hafði greitt helminginn af því til frú Mertz fyrir fæði og húsnæði og keypt nokkra nauðsynlega hluti handa sjálfum sér. Hann varð að fara gætilega með peningana og leggja fyrir, svo að hann gæti keypt sér sómasamlega skó og ein föt. Svo datt honum dálítið merkilegt í hug. — Ef ég spara nú nógu mikið saman, sagði hann við sjálfan sig, þá get ég sjálfur keypt mér flutningabíl og leigt mér mann til að vinna þau verk, sem ég nú vinn fyrir þrjú hundruð krónur á viku. Það væri stór- kostlegt að eiga sinn eiginn vagn og ráða mann til aðstoðar. Þá væri maður sinn eiginn herra. Þá væri heldur enginn, sem gæti sagt honum upp vinnunni. Frú Mertz kallaði á hann frá eldhúsdyr- unum, og Ogden Pieter kom niður til morg- unverðar. Honum leið ágætlega. Hann hafði engan hausverk lengur eftir höggið, og hendur hans voru farnar að venjast erf- iðinu. Hann fiautaði um leið og hann gekk inn í eldhúsið. Footsy Mertz var þegar búinn að klára stóran hafragrautarskammt og var nú að ljúka við annað eggið. Ogden Pieter settist við borðið og stráði sykri á grautinn sinn; heilti síðan mjólk út á. „Hversu mikið kostar vöruflutningabíll ?“ spurði hann. „Þetta var skrýtin spurning. Hvers vegna spyrðu?" „Getur maður ekki sparað saman og keypt sér flutningabíl?" spurði Ogden Pieter. „Af þrjú hundruð króna vikulaunum myndi það taka þig næstum heila öld að leggja til hliðar þá fjárupphæð.“ „Hvernig hefurðu eignazt svona mikla peninga?“ spurði Ogden Pieter. „Faðir hans lét eftir sig líftryggingar- fé“, svaraði amman. „Já, en þeir eru margir, sem ekki hafa erft neina líftryggingu,“ sagði Ogden Piet- er, „en samt keypt sér flutningabíla.“ „Já, það er fólk sem getur notað heil- ann,“ sagði þá amman. „Það hefur augun opin andspænis tækifærunum. Það er út undir sig.“ „Jæja, flýttu þér að borða. Við þurfum að fara að leggja af stað,“ sagði Footsy. „Fg var reyndar úti í gærkvöldi," bætti hann við, ,,og fékk mér smávegis í glas. Eg fór að sjá hana dansa þessa rauðhærðu. Það er ekki beinlínis hægt að segja, að hún hafi verið kappklædd, en hún leit alveg ágætlega út.“ „Það er margur hátturinn á því að vinna fyrir sér,“ sagði amman. „En það hrós skal hún fá, stúlkan, að hún var ekki lengi að út- vega sér atvinnuna. En þú ættir að halda þig fjarri henni,“ bætti hún við ákveðin og leit á Footsy. „Hún er alls ekki neitt fyrir þig.“ Skömmu síðar ók flutningabíllinn út eftir götunni. Þetta var mjög venjulegur flutn- ingadagur. Tveir farmar af húsgögnum áttu að flytjast milli íbúða. Innan klukkustund- ar var fyrri farmurinn kominn í bílinn og reiðubúinn að leggja af stað. Eigandi hús- gagnanna, frú Mitchell, stóð með hand- klæði sveipað um höfuð sér til verndar gráu hárinu, þreytt og mæðuleg á svip. „Maður er farinn að flytja þrisvar eða f jórum sinnum á ári — inn og út aftur — inn og út; svona hefur það gengið til allt mitt líf.“ „Já, ég er farinn að skoða yður sem fast- an viðskiptavin," svaraði Footsy. Frú Mitchell varð samferða flutningn- um og fékk á leiðinni tækifæri til að létta af sér andartaksstund áhyggjum sín- um vegna þess tilgangslausa lífs, sem hún kvaðst lifa. ,,Eg vildi ég ætti hús með garði 122 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.