Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 18
Kaupsýslutíðindi og Kvöldblaðið, og með
morgunkaffinu las hann Morgunblaðið, en
þar fyrir utan.......ekkert. Góða bezta,
alls ekkert! Hann átti engin æðri áhuga-
mál, hvorki varðandi listir né bókmenntir.
Hann hefði yppt öxlum við sálfræði og
heimspeki, ef maður hefði minnzt á slíkt
við hann. Ég verð að segja, að á heimilinu
var hann fremur forheimskandi og þurr.“
„Ég skil.... en segðu mér, þessi Palan-
con.... er hann ríkur?“
„Hvað ertu að segja? Ríkur? Ja... .nei,
ekki held ég það, en það skiptir heldur engu
máli, því að ég á nóg fyrir okkur bæði. En
Palancon er allt öðru vísi maður. Við get-
um skipzt á skoðunum, og hann hefur opn-
að augu mín fyrir fjölmörgu merkilegu,
sem ég hafði enga hugmynd um. Hann
hefur í einu orði sagt: víkkað sjóndeildar-
hring minn. Ö, Emma, ég skammast mín
stundum fyrir það, hvað ég er heimsk og
fáfróð í samanburði við hann. Þegar hann
talar um hærri andleg svið, þá bara stein-
þegi ég, reyni að vera gáfuleg á svip og
hlusta á það sem hann segir.“
„En ég skil ekki vel, hvað það er sem
hann skrifar. Eru það skáldsögur seg-
irðu?“
„Allt mögulegt! Skáldsögur, sagnfræði,
heimspeki og.......og svo margt fleira!“
„Ég þekki ekkert til bókanna hans,“
sagði Emma.
„Ég verð að viðurkenna, að það geri ég
ekki heldur. Hann hefur reyndar sagt, að
hann hafi ekki fengið þá viðurkenningu
enn, sem hann eigi skilið. Han hefur líka
sagt mér, hvað það sé erfitt að skrifa. 1
hvert skipti sem hann setji fram einhverja
skoðun, hljóti hún straum af andmælum
og gagnrýni, svo að ekki sé minnzt á öfund
stéttarbræðra hans — en hún sé það allra
versta!“
„Ég hef heyrt, að öfundin milli lista-
manna sé öllu verri en afbrýðissemi
kvenna.“
„Miklu verri. Eina leiðin til að vekja
athygli á bók er auðvitað að auglýsa hana
sem ailra mest og hafa áróður fyrir
henni.“
„Ö, já að sjálfsögðu.“
„Palancon segir, að það sé aðeins einn
hængur á því, — það sé nefnilega svo
f jarska dýrt að auglýsa, auk þess sem það
kostar að fá bækurnar útgefnar."
„Kostar það þá höfundinn, að fá þær út-
gefnar? Ég hafði haldið, að útgáfan borg-
aði höfundinum."
„Nei. Útgefendurnir hafa víst mestan
áhuga á miður góðum bókum, sem fólkið
les lítið sem ekkert. Slíka höfunda hefja
þeir til skýjanna, auglýsa og. . . .og allt.
En höfundar með fagrar hugsjónir verða
á hinn bóginn að borga fyrir hina, segir
Palancon. En svo ég víki að öðru, þá ætla
ég að trúa þér fyrir leyndarmáli, sem þú
verður að lofa mér að þegja yfir: ég býst
við því að verða á næstunni frú Palan-
con.“
„Ég hefði nú getað látið mér detta það
í hug.“
„Ég held hann elski mig fjarska heitt.
Hann segir svo margt fallegt við mig. . . .
um fegurð mína.... gáfur mínar. Hann
segist hafa svo gaman af að tala við mig,
því að ég skilji hann svo vel.“
„Þetta hlýtur að vera dásamlegt!“ svar-
aði Emma.
„Alveg dásamlegt!“ endurtók Gilberte.
„Þegar við erum gift ætla ég að hjálpa
manninum mínum við verk hans, ég held
það hljóti að vera fjarska gaman. Og hvað
snertir auglýsingar og áróður, þá skal ég
víst sjá um það. Ég er ekki hrædd um, að
þeir peningar ávaxtist ekki.“
„Hvað hefur hann skrifað margar bæk-
ur?“
„Tíu, held ég. .. . Ég veit það annars
ekki nákvæmlega.“
„Það er reyndar skrýtið, að ég skuli
aldrei hafa heyrt nafnið hans.“
„En þú munt eiga það eftir, þú kemst
ekki hjá því. Nafn hans verður heims-
frægt.“
„Hvað heita bækurnar hans?“
„Hann hefur sagt mér það, en ég get
ekki munað það almennilega; þetta eru
svo hátíðleg nöfn. Það er erfitt að muna
nöfn á bókum. En hann hefur lofað að
gefa mér einhverjar þeirra. Hann segist
ætla að árita þær til mín!“
„Árita? Hvað er það?“
HEIMILISBLAÐIÐ
*
106