Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 33
„Svipur yðar er mjög traustvekjandi,“
sagði gamla konan. „Ég get ekki hugsað
mér, að maður með yðar andlit geti gert
neitt ljótt. En hvað í yður býr, veit ég
annars ekkert um. Þér verðið að standast
yðar reynslutíma, eins og sagt er. Reynd-
ar grunar mig, að þér hafið þegar verið
settur undir próf.“ Svo sneri hún sér að
sonarsyninum, eins og hún hefði rætt efnið
til fulls. „Bronson hefur verið hér,“ sagði
hún.
„Nú?“
„Hann kom með síðasta tilboð sitt,“
sagði hún.
„Og hvernig var það tilboð?“
„Þrjátíu þúsund krónur, — og svo áttu
að hætta við starfsemina.“
„Og ef ég vil það nú ekki?“
„Þá ætlar hann að neyða þig til að flytj-
ast burt úr bænum.“
Mertz brosti, fyrst til Peggy, síðan til
Ogden Pieters.
„Nú skuluð þið hlusta á, hverju hún svar-
aði honum,“ sagði hann hreykinn og leit
a hana. „Hvað sagðirðu við hann, amma
min?“
„Ég sagði við hann: Bi’onson, sagði ég.
Ef Footsy lætur undan þér og beygir sig,
há rek ég hann úr mínum húsum með
hústskafti. Og þú skalt fara leiðar þinnar,
sagði ég, og slepptu bara blóðhundunum
Husum, áður en Footsy kemur heim, sagði
ég.“
„Hann eyðilagði fyrirtæki Mortons, svo
að Morton svipti sig lífinu,“ sagði Mertz
laSt. „En hann skal aldrei fara þannig með
mig-“ Hann sneri sér að Ogden Pieter. —
„Hefurðu kjark til þess að taka að þér
vmnu hjá mér, Peter?“
„Blá augu bjóða af sér góðan þokka,“
Sagði amman.
Ogden Pieter vissi, að Peggy hafði ekki
augun af honum. Hann vildi ekki fyrir
^okkurn mun valda henni vonbrigðum.
Hann vissi, við hverju athugul augu henn-
ar hjuggust af honum, og hann gat ekki
afborið þá tilhugsun, að þau litu á hann
lítilsvirðingu.
„Ég skal reyna,“ svaraði hann.
. Eeggy dró andann léttara. Amman leit
a hana eins og fugl sem hefur gætur á
gómsætum ormi. „Hvað yður snertir,“
sagði hún, „þá megið þér gjarnan gista
hér í nótt. En þér skuluð ekki gefa Footsy
of mikið auga, því að hann er ekkert handa
yður.“
„Ég er heldur ekki neitt fyrir hann,“
svaraði Peggy. „Þér getið verið alveg ró-
leg þess vegna.“
Amma Mertz kinkaði kolli. „Footsy mun
borga yður þrjú hundruð krónur á viku,“
sagði hún við Ogden Pieter. „Það er lítið
herbergi yfir bílskúrnum, og þar inni er
rúm.“
Þrjú hundruð krónur! — Þrjú hundruð
krónur á viku. Það voru fimmtíu krónur
fyrir hvern virkan dag og ekkert yfir
sunnudaginn. Ogden Pieter spurði sjálfan
sig, hvort nokkur maður gæti lifað af þeirri
upphæð. — Fyrir tveim sólarhringum var
hann maður, sem eyddi heilum ævilaun-
um á ári hverju. Nú horfðist hann í augu
við þá staðreynd, að hann varð að kom-
ast. af með það kaup á ári, sem hann var
vanur að eyða á rúmum sólarhring áður
fyrr. Þetta var óskiljanlegt. Þetta var brjál-
æði. En það var staðreynd eigi að síður.
Hann var ekki lengur Ogden Pieter, hinn
dáði milljónamæringur, eftirsóttastur allra
ungra manna — hann var Peter Van, að-
stoðarmaður flutningaverkamanns með
fimmtíu króna kaup á dag. Og hann mátti
jafnvel þakka sínum sæla fyrir þau kjör
eins og komið var fyrir honum.
V.
PETER VAN OG STÚLKAN HANS
Ogden Pieter vaknaði með velsælutil-
finningu — og yfirgengilega matarlyst.
Þetta var áttunda morgunninn sem hann
upplauk augum í litla herberginu yfir bíl-
skúrnum. Þetta var áttundi morgunninn,
sem hann gekk niður stigann til að þvo
sér upp úr blikkvaskafatinu hjá eina kran-
anum, sem þarna var. Enginn þjónn hafði
vakið hann með lostætan mat á kúfuðum
bakka, og enginn stofuþjónn hafði verið
reiðubúinn að raka hann og leggja fram
þann fatnað, sem hann ætti að vera í yfir
daginn.
U E I M I LI S B L A Ð I Ð
121