Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 10
þótt mann langaði til að láta hendur standa
fram úr ermum, er það ógerningur í þessu
loftslagi. Stöku sinnum vinn ég klukku-
tíma í striklotu, en þá er ég aðframkominn.
En hvað gerir þetta til? Það veldur mér
engum áhyggjum. Ég fæ mér blund hvern
eftirmiðdag. Og á sunnudögum hvili ég mig
yfirleitt allan daginn, sef næstum frá
morgni til kvölds.“
Englendingar hafa uppi miklar ráðagerð-
ir um þróunina á eynni í framtíðinni. Einn
þáttur hennar er að koma fiskiðnaði eyjar-
skeggja 1 blóma. I hafinu umhverfis eyj-
arnar er urmull af fiski, m. a. túnfiskur,
sardínur og hafaborri. Á degi hverjum róa
þúsundir manns til fiskjar á smáum segl-
bátum og freista gæfunnar, og ríkidæmi
hafsins veldur því, að þeir verða sjaldnast
fyrir vonbrigðum. Gallinn er aðeins sá, að
þegar veiðimaðurinn hefur dregið sér fisk,
tekur hann sé algera hvíld heima í bóli sinu
eða fer á öldurhús og drekkur sig góðglað-
an. Hvorki loforð um peninga-uppgrip ell-
egar reiði brezkra embættismanna, getur
fengið hann til að hagga letilegum lífs-
venjum sínum. Hvað svo sem þeir brezku
reyna, heldur lífið á Zanzibar áfram að
ganga sinn vanagang, eins og það hefur
haldið áfram að gera um aldir, afskipti frá
því sem er að gerast úti í hinum stóra
heimi — og án tillits til allra framfara.
Hér áður fyrr gat hver og einn reist sér
hús þar sem honum helzt þóknaðist — og
ósjaldan var það á þjóðveginum miðjum.
Afleiðingar þess arna urðu þær, að í dag
er bærinn Zanzibar eitt furðulegasta völ-
undarhús. Göturnar beinast í allar hugsan-
legar áttir, hver og ein; aðeins örfáar eru
nógu breiðar fyrir bíla, enda má það standa
á sama. Ein gatan gengur undir nafninu
Sjálfsmorðssund. Þegar ökutæki nálgast,
verður sá sem fótgangandi er að taka ör-
skots-ákvörðun: hvort hann eigi heldur að
flýja eins og fætur toga, eða þrýsta sér
upp að næsta húsvegg og vona hið bezta.
En það er í andstöðu við þjóðareðlið að
leggja á sig hlaup, svo að íbúar borgarinn-
ar kjósa oftast hið síðara úrræði.
1 öðrum götum, þar sem bílar koma
aldrei, af góðri og gildri ástæðu, reikar
fólk um í þéttum hópum og þarf aðeins
stöku sinnum að víkja til hliðar fyrir hand-
vagni, uxakerru eða í hæsta lagi reiðhjóli.
Hindúísk og arabísk músík blandanst sam-
an í undarlegum mishljómum, og hressandi
karríþefur blandast hinni eilífu og svæf-
andi angan negulsins. Feitvaxnir Hindúar,
sem lifa af því að lána peninga, sitja í litl-
um verzlunarkytrum sínum eins og búdda-
líkneski ofar tíma og rúmi, með krosslagða
fætur og þyngslaleg augnlok. Indverskar
konur líða framhjá í litríkum saríum, en
arabískir götusalar með stórar málmkönn-
ur með heitu kaffi á höfðum sér, ryðja sér
braut gegnum mannmergðina og slá saman
tveim smábollum eins og handdymblum.
Fyrir aðeins fáeinum árum sáust aldrei
arabískar konur í Zanzíbar. Þær voru lok-
aðar inni á heimilum sínum, samkvæmt
ævafornri arabískri siðvenju. En nú er frels-
ið á næstu grösum. Konur í Zanzibar hafa
lýst yfir sínu eigin sjálfstæði, og þúsundir
fallegra arabískra stúlkna með svört og
hvik augu láta nú sjá sig á götum úti dag
hvern. „Æ, já,“ stynur gamall sjeik. „Við
ráðum ekkert við kvenfólkið lengur. Jafn-
vel sjálf konan mín....“ Og svo hristir
hann höfuðið ráðþrota, en beygir sig fyrir
vilja Allah.
Abdullah soldán, hæstráðandi til sjós og
lands, er miðaldra maður, fáskiptinn, og
dvelur flestum stundum í höll sinni; stund-
um kemur þó fyrir, að hann vogar sér út
fyrir múrana og ekur um göturnar í einum
af þrem hárauðum lúxusbílum sínum. Hér
áður fyrr voru orð soldánsins sem laga-
bókstafur, en nú, þegar lýðræðishugtakið
er að festa rætur í Zanzibar, er aðeins eitt
eftir af öllum forréttindum hans: þegar
hárauður vagn hans sést á götum bæjarins,
er öll umferð skyldug til að nema staðar.
Ibúarnir veifa honum og hrópa húrra, um
leið og hann ekur framhjá, — og hann virð-
ist alltaf verða dálítið hissa.
Saga Zanzibar hefur verið skráð af vind-
inum. Frá því í desember og fram í febrúar
er eyjan umlukin kaskazíunni, hinum
norðaustlæga monsún. Skyndilega snýr
monsúninn sér um 180 gráður, og frá því
í apríl og fram í september blæs fcítsí-vindur
úr suð-suðvestri. 1 2000 ár hafa Hindúar
og Persar notfært sér þessar vindáttir í
98
HEIMILISBLAÐIÐ