Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 7
lófana upp í loft.“ Hver einasti maður rétti
auðsveipur fram hendurnar. Ibn Moosa
gekk niður af „hásæti“ sínu. Þegar hann
kom að þeim manni, sem hafði farið fyrst-
ur inn í tjaldið, beygði' hann sig áfram
°g lagði andlitið í útréttar hendurnar. Hann
stóð kyrr, ef til vill í fimm sekúndur, áður
en hann gekk áfram til hins næsta og þar
næsta. Ég starði á hann með opinn munn-
inn. Ég var alveg ringlaður.
Þegar hann kom að tólfta manninum
og hafði beygt andlit sitt niður að höndum
hans, sté hann leifturhratt aftur á bak, dró
sverð sitt úr slíðrum og hrópaði: „Skitni
hundurinn þinn! Þjófurinn þinn! Komdu
nieð gullið þegar í stað, annars skal ég rista
Þig á kviðinn!"
Maðurinn fleygði sér flötum til jarðar
°g sárbændi um miskunn; svo spratt hann
á fætur, gekk svolítið út fyrir tjaldbúð-
irnar, flutti til flatan stein, rótaði frá svo-
litlu af lausri mold og sneri aftur með leð-
nrpokann minn.
„Láttu howadji okkar fá hann!“
Mér var afhentur pokinn og sá mér til
gleði, að allir gullpeningarnir voru í hon-
um. Því næst var tveim mönnum fyrir-
skipað að lemja þjófinn með svipum. Eftir
nokkur högg, sem voru ekki allt of hörð,
bað ég honum náðar, og hann var látinn
laus. Arabahöfðinginn dró sig í hlé inn í
tjald sitt, og mennirnir gengu hver til síns
starfs.
Þegar við riðum áfram næsta morgun,
bað ég Arabahöfðingjann að skýra fyrir
mér, hvernig hann hefði farið að því að
koma upp um þjófinn. Hann leit á mig,
brosti íbygginn og sagði: „Þú mátt ekki
segja mönnum mínum það, en ég hafði
dýft halanum á asnanum mínum niður í
myntu-upplausn, sem svo hafði þornað aft-
ur. Allir toguðu í halann — nema þjófur-
inn. Hendur hans voru þær einu, sem lykt-
uðu ekki af myntu.“
„Mashallah! Allah er sannarlega mikill,“
svaraði ég.
■^essi 15 ára stúlka, Janet
Peach, er nú byrjuð blikk-
smíðanám hjá föður sinum,
S0m hefur blikksmíðaverk-
stseði i enskum smábæ.
Ekki þurfti maðurinn að bíða
svona lengi eftir stúlkunni á
stefnumótið, heldur notar
skyndihjálpin við umferðar-
slys í Englandi beinagrind-
ina til að vekja athygli á slys-
inu. En stúlkan starfar hjá
brezka sjónvarpinu og var að
kynna sér starfsemi skyndi-
hjálparinnar fyrir sjónvarpið.
Austurlanda fegurðardís? Nei,
þetta er bandaríska kvik-
myndaleikkonan Shirley Mae-
Lane. I síðustu kvikmynd sinni
leikur hún dægurlagasöng-
konu í Hongkong. — Myndin
heitir „Garnbi".
HEIMILISBLAÐIÐ
95