Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 14
Toppskarfurinn og æðarfuglinn Barnasaga eftir SVERRE PATURSSON Uppi við ströndina var æðarfugl og var að kafa eftir lindýrum, sem voru niðri á hafsbotninum. Fjær landi var toppskarfur að elta þjótandi fisk. Þetta voru tveir stórir fuglar, báðir klæddir í eins litan, brúnan búning, en annars voru þeir mjög ólíkir útlits. Æðarfuglinn var holdugur og hnöttótt- ur eins og viðfelldin matselja, en toppskarf- urinn var liðlega byggður og glæsilegur í hreyfingum eins og met-sundkona. Holdugi æðarfu.glinn var svo klunnaleg- ur í hreyfingum, að hann varð að láta sér nægja það, er hann gat fundið af dýrum, sem sátu föst innan um þangið á hafs- botni. Toppskarfurinn gat hins vegar náð fijótustu fiskum. Sæi hann fisk niðri í vatn- inu, kafaði hann eins og elding með glæsi- legu viðbragði. Og óðar hafði hann fisk- inn í nefinu. Á meðan þeir voru þannig að stunda einkavinnu sína, hvor um sig, vildi svo til einn daginn, að þeir hittust án þess að hafa greinilega ætlað sér það. Toppskarfurinn bauð góðan dag, og góð- lyndi æðarfuglinn tók vingjarnlega undir kveðjuna. Þeir töluðu fyrst um daginn og veginn og auðvitað um fiskveiðarnar, sem þeir lifðu báðir á, þótt með ólikum hætti væri. Svo sneru þeir sér að öðrum efnum. Æðarfuglinn kvartaði undan kuldanum, sem hafði verið siðastliðið sumar. „Þú skilur eflaust", sagði hann, „hve manni getur orðið kalt í svona kulda, þegar maður verður að liggja i hreiðrinu undir beru lofti, eins og við æðarfuglarnir gerum. Það er öðru vísi með ykkur, sem getið legið hérna í Færeyjum undir stóru notalegu björgunum." „0, jæja,“ sagði toppskarfurinn, „það getur verið, en ég skal segja þér, að það getur verið reglulega andstyggilegur súgur í þessum björgum, þegar hvasst er. Það getur blátt áfram valdið gigt. Þá held ég, að það sé eins gott að hafa hreiðrið í mjúk- um grassverðinum eins og þið hafið.“ En æðarfuglinn var ekki á þeirri skoð- un. Þeir fóru að þjarka um málið, svo að jafnvel góðlyndi æðarfuglinn umhverfðist alveg. A meðan þeir voru að þræta þannig, kom lundi syndandi upp að hliðinni á þeim. Og það var lundi, sem hafði skrautlegra nef en bæði toppskarfurinn og æðarfuglinn höfðu áður séð á ævi sinni, þvi að það var sjálfur lundakóngurinn. Þar sem hann var kurteis fugl, kynnti hann sig, eins og sæmir fínum herra: „Ég er lundakóngurinn, og einkunnarorð mín eru þau, að friður, ró og regla eígi að ríkja meðal okkar fuglanna allra, sem höfum bjargræðisveg okkar á bláu mýr- inni. (Hann meinti hafið). Hvað er um að ræða? Um hvað eruð þið að þræta?“ Æðarfuglinn hneigði sig og sagði, að þeir hefðu orðið ósáttir um, hvor þeirra. hefði lélegra hreiður. „AHt í lagi,“ sagði lundinn (hann hafði ferðazt um veturinn við strendur Eng- lands og kunni eitthvert hrafl í ensku). „Það er afmælisdagurinn minn í dag, og þá hef ég það alltaf fyrir venju að gera eitthvert góðverk. Sá ykkar, sem verður fyrri til að sjá sólina koma upp úr hafinu á morgun, skal fá svo indælan dún, að engan fugl hefur hingað til dreymt um að fá annað eins.“ Svo hneigði lundakóngurinn sig stima- mjúkur fyrir dömunum tveim og synti aft- ur út á gárur hafsins. Þegar kvöld var komið sátu toppskarf- urinn og æðarfuglinn hlið við hlið á skerinu. „Nú ríður á að standa sig,“ sagði topp- skarfurinn. „Já, nú ríður á því,“ sagði æðarfuglinn. Toppskarfurinn var ekki í vafa um, að sigurlaunin mundu falla honum í skaut,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.