Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 11
skiptum sínum við Zanzibar. Kaskasían rekur hin þungu einmöstruðu skip þeirra suður á bóginn, og kúsívindurinn blæs þeim aftur heim. Eyjan er helzti fílabeinsmarkaður Aust- ur-Afríku. Fílabeinið berst svo langt að sem frá Kongó og Rhodesíu; á Zanzibar er það fegrað og snyrt af handverksmönn- um og sent áfram til Austurlanda, Evrópu og Ameríku. I iðnaði þessum eru miklir fjármunir fólgnir; kíló af fílabeini gefur í aðra hönd um 300 krónur. Horn nashyrn- inganna eru einnig send til Zanzíbar og áfram þaðan til Hong Kong og Kína. Mulin horn kalla Kínverjar „eld-duft“. Þeir álíta — segja Zanzibar-menn og hrista höfuðið — að slíkt duft hafi örvandi áhrif til ásta. I staðinn má fá í Zanzibar hverskyns furðuvarning frá Austurlöndum. Þegar maður gengur um þröng stræti borgarinnar og rekst inn í einhverja af hinum fjölmörgu verzlunum og talar við indverskan kaup- mann, blasir við manni útskorið fílabein og ebenviður, persnesk teppi, ríkulega skreyttir kistlar, silkiklæði, lífgandi ilm- vötn og eðalsteinar. Er 7casfca2í-tíminn er á enda, hafa borizt til eyjarinnar nærri 300 skip, full af ævin- týralegum farmi. 1 apríl, þegar fyrsta kúsi- golan blæs, fljóta þau aftur norður á bóg- inn. Og þá geta Zanzibar-búar aftur farið að leggja sig í rólegheitum undir skugg- um pálmatrjánna á strönd hins sólgullna hafs. t— Karin Juel: Stiginn er dans Stiginn er dans í skrúðgrænum skóg, er Skarðsheiði kvöldsól gyllir. Ddlurinn fyllist friðsæld og ró, ■er fossbúinn hörpu stiUir. Longvœr er nóttin, heiðrík og hrein, hljómfagurt syngja þrestir á grein. Blóm ég tini, bind þér kransa; bíð þin meðan aðrir dansa. Blómskreytta hvilu hér máttu sjá með hjartagrcLSSvæfli vœnum. Friðsæll er ómur engjunum frá, er álfarnir syngja i blænum. Gleym-mér-ei fögur, fingerð og blá, feimin sér unir smáranum hjá. Rósum hyl ég ennið á þér, og ég hvisla: „Vertu hjá mér“. Draumsóley gefur daglúnum ró, og dálliljan hugann kætir, œrupris veitir auganu fró, en engjarós meinin bætir. Sólskinið hýrt í sóleyjar mynd saman með fjólu í kransinn ég bind. Eyrarrós er unaðsgróður. Auðlegð gefur lokasjóður. Vorhúmið sígur sveitina á. Á sóleyjum döggin glitrar. Munninn þinn kœra kyssi ég þá og kenni að þinn barmur titrar. Brúðarhljómleika bláklukkan slœr. Blítt sem í draumi vina min kœr hýrum augum horfir á mig. „Hvenœr fœ ég nœst að sjá þig?“ Jóhannes Benjaminsson, þýddi. V ) úeimilisblaðið 99

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.