Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 19
„Æ, það er. . . .það er eins konar aðferð
við að senda mér þær.“
.,Þegar þú ert búin að lesa þær, má ég
þá fá einhverja þeirra að láni?“
„Gjarnan, — ef þú heitir mér því að
segja mér hreinskilnislega álit þitt á þeim.“
Daginn eftir fór Emma burt úr París í
tilefni af hátíðahöldum frænd.a hennar úti
í sveit, og þar sem henni var boðið að
dveljast þar sumarlangt, kom hún ekki til
borgarinnar aftur fyrr en seint í nóvem-
ber. Hún fór þegar í stað að heimsækja
Gilberte, sem ljómaði eins og sól af ást og
hamingju.
„Ö, Emma, það er dásamlegt, að þú skul-
ir loksins vera komin. Þú kemur alveg
tnátulega til að ná í giftingarveizluna mina.
Hún verður eftir átta daga,“ sagði Gil-
berte.
>,Og þá verður þú raunverulega frú Pal-
ancon.“
Gilberte fórnaði höndum af undrun. „Frú
Palancon? Aldrei á ævinni! Það er allt búið
roeð hann.“
„Hvað hefur eiginlega komið fyrir?“
,,Svo sem ekki neitt, það er síður en svo.
verð bara dauðhrædd við að giftast
honum og öllum þessum bókum hans. Dag-
inn eftir að ég talaði við þig síðast sendi
hann mér þrjáy þykkar bækur með nöfn-
um, sem alls ekki var hægt að botna í.
Ein hét „Ofurgott", önnur „Rannsóknir í
sálarfræði" og sú þriðja var með undar-
legum ljóðum um einhverja stúlku í tungl-
mu — það var ekki svo vel, að þau væru
um mig!....... Og nokkrum dögum síðar
sendi hann mér annan pakka, og þar voru
hrjár bækur með svo óskiljanlegum nöfn-
Um> að ég botnaði ekki neitt í neinu. Svo
hringdi hann og spurði, hvort ég hefði lesið
þaer fyrri, og hvað mér þætti um þær. Ég
þorði ekki að segja honum, að ég hefði
okki einu sinni opnað þær. Mér fannst bara
ogerningur að komast fram úr þeim.
Þrem dögum síðar sendi hann mér enn
hrjár bækur og bréf þess efnis, að nú hlyti
eg að hafa iesið þær fyrstu sex og að hann
vildi heimsækja mig sem fyrst til að ræða
Um þær við mig.“
„Lá honum svona á?“
„Svona líka! Daginn eftir sendi hann af-
ganginn. Þær urðu f jórtán í allt. Allar bæk-
urnar hans liggja innbundnar í bókaskápn-
um, og ég hef blaðað í þeim hér og hvar,
og eftir mínum dómi eru þær þrautleiðin-
legar, svo þrautleiðinlegar að ég get aldrei
lesið þær. Ef hann hefði þó gefið mér tíma
til þess! Það fer hrollur um mig við þá
tilhugsun að rökræða þetta heildarritsafn
hans. Ég get það einfaldlega ekki, því að
þá þýðir ekki lengur að sitja þögull og
reyna að vera gáfulegur á svipinn. — Nei,
ég skrifaði honum og sagði, að ég skyldi
láta hann heyra frá mér, ef mér tækist
einhvern tíma að komast í gegnum þær.
Ég særði hann vist afskaplega, og þá not-
aði ég tækifærið tii að segja öllu lokið. Og
eftir átta daga giftist ég honum Gratél,
framkvæmdastjóranum við trygginga-
fyrirtækið, þú veizt. Hann minnir mikið á
fyrri manninn minn, á nóga peninga og
hefur aðeins áhuga á starfi sínu, dagblöð-
unum og venjulegum bókum. Ég þarf því
ekkert að reyna á mig við að tala við
hann. Hann er með öðrum orðum afar
venjulegur maður. — Ó, Emma, ég er svo
hamingjusöm!"
Þetta er systir kvikmyndaleik-
konunnar Evu Gabor. Hún hef-
ur nú fengiS aðalhlutverk í
bandariskri sjónvarpskvik-
mynd.
HEIMILISBLAÐIÐ
107