Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 3
Hvers vegna er himinninn
dimmur á nóttunni?
Eftir BRUCE BLIVEN
Furðuleg uppgötvun veitti svar við
þessari spurningu, sem virtist
vera mjög einföld.
Frá örófi alda hefur okkur mönnunum
fundizt, að það væri ekki vitund merki-
tegt, þótt næturhiminninn væri dimmur.
Hvernig átti hann að vera annað? Sólin
kemur upp á hverjum morgni, og með
henni kemur dagsbirtan. Þegar sólin síg-
Ur til viðar, hverfur hin eina stóra ljós-
uppspretta himinsins, og þess vegna verð-
Ur dimmt. Svona virtist þetta vera — en
það virtist líka aðeins vera það. Því að
það var svolítið, sem mönnum hafði sézt
yfir fram að þessu.
Sá fyrsti, sem fór að hugsa málið af
alvöru, var þýzkur læknir í Bremen, dr.
Heinrick Olbers. Árið 1862 ásetti hann
ser að finna nákvæmt svar við þessari ein-
földu spurningu: Hvers vegna er dimmt á
nóttunni?
Fr. Olbers var vel hæfur stjörnufræð-
lugur. Einnig á þeim árum, er hann stund-
aði teknisstörf, notaði hann meiri hlutann
af hverri einustu heiðskírri nótt til þess
að rannsaka himininn úr heimatilbúnum
stjörnuturni á þakinu á húsi sínu. Árið
1815 fann hann halastjörnu, sem var nefnd
®ftir honum. Hann fann einnig Pallas og
Vestu, tvær þeirra smástjarna, sem hring-
sóla umhverfis sólina, og hann átti þátt í
að uppgötva að nýju þá þriðju, Ceres, sem
er stærst af þessum svokölluðu smástirn-
um. En hið raunverulega afrek hans var
að leggja fyrir sjálfan sig spurningu, sem
enginn virtist hafa hugsað um áður.
Olbers reiknaði út, að sólin veitti okkur
aðeins um það bil helming þess ljóss, sem
við tökum á móti frá geimnum. Hinn helm-
ingurinn ætti þá að koma frá milljörðum
stjarna í alheiminum. En úr því að við tök-
um á móti allri þessari stjörnubirtu, hvers
vegna er þá ekki bjart líka á nóttunni?
Dr. Olbers hefði orðið enn meir undr-
andi, ef hann hefði vitað jafnmikið og við
um hina stórkostlegu víðáttu alheimsins
— um hina ótöldu milljarða lýsandi stjarna,
sem fylla djúp geimsins. Sól okkar og reiki-
stjörnur hennar eru aðeins örsmáir depl-
ar í vetrarbrautarkerfi okkar — safni 100
milljarða stjarna, sem bera að meðaltali
jafnmikla birtu og sólin. Og vetrarbraut
okkar er aðeins eitt af óteljandi vetrar-
brautarkerfum — hinum svokölluðu galaxí-
um (stjarnkerfum). Með radíó-stjörnusjón-
aukum getum við nú „séð“ margra milljarða
ljósára út í geiminn, en hversu langt sem
við getum skyggnzt, koma alltaf ný og ný
stjarnkerfi í ljós í öllum áttum.
Tala stjarna í geimnum er langt fyrir
ofan mannlegan skilning, en alheimurinn er
svo stór, að hann virðist nær því vera eins
og tóm.
Þó að þekking dr. Olbers næði aðeins til
litils hluta þessa geysilega alheims, þekkti