Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 35
°g einkainngang," sagði hún, „þar sem niaður gæti farið út og inn, án þess að Þurfa að sligast upp og niður marga stiga. Hvítkalkað hús — eins og þetta þarna.“ Og hún benti. „Einmitt þannig hús gæti ég hugsað mér.“ Þegar frú Mitchell var farin upp í nýju íbúðina sína og Ogden og Mertz voru að taka úr bílnum, spurði Ogden Pieter félaga shin: „Hversu mikið græða fasteignasalar á Því að selja hús?“' j,Hér í bænum græða þeir svona um það Þil fimm prósent.“ Hér var nýtt umhugsunarefni fyrir Og- hen Pieter. Hann minntist orða ömmunnar gömlu, sem talað hafði um að sumir hefðu ppin augun fyrir tækifærunum sem byðust i h'finu. Ef Ogden Pieter hefði grandskoð- að sál sína enn betur, hefði hann þó fundið aðra og djúpstæðari orsök til þess, að hann iangaði til að átta sig á sinni nýju tilveru °g finna útvegi til að ná þar sem hagkvæm- astri fótfestu. Orsökin var Peggy. Honum Þótti innst inni fjarska áríðandi að gera eitthvað það, sem vakið gæti aðdáun henn- ar °g sýnt henni, að hann væri eitthvað annað og meira en eyðilagt dekurbarn. — Hvers vegna hann þráði þetta, var honum alis ekki ljóst, og hann reyndi heldur ekk- ert á sig til að komast til botns í því atriði. Klukkan var þrjú áður en síðari hús- gagnafarmurinn var kominn upp í hina nýju íbúð frú Mitchells. Þá var vinnunni iokið þann daginn. Á heimleiðinni fóru þeir fram hjá herrafataverzlun, sem auglýsti „Föt og skófatnað gegn afborgun. Þrjátíu hróna útborgun.“ „Eg gæti hugsað mér að skreppa þarna inn, ef þú hefðir ekkert á móti því,“ sagði Ogden Pieter. Hegar inn kom, undraðist hann á því að Þomast að raun um, að hann gat fengið al- fatnað fyrir tvö hundruð og fimmtíu krón- Ur- Ogden Pieter var vanur að borga rúm tvö þúsund fyrir alfatnað sem hann keypti. Hann valdi sér grá föt með fínlegum ljós- Um i'öndum, einnig keypti hann hatt sem kostaði sexíu krónur, sex pör af sokkum, eina skó og eitt bindi. Hann borgaði út í hönd það sem nauðsynlegt var og útfyllti mörg eyðiblöð vegna lánsins á eftirstöðv- HEIMILISBLAÐIÐ unum. Enn meira undrandi var hann yfir því, að hann skyldi ekki þurfa að vera bú- inn að ljúka greiðslunni fyrr en eftir tutt- ugu og átta vikur. Footsy beið hans úti í bílnum, og nú ók hann heim með hinn ham- ingjusama Ogden Pieter. Þegar bíllinn var kominn að bilgeymsl- unni og Footsy hljóp út úr honum, heyrð- ist lág og þýð rödd sem sagði mjög elsku- lega. „Góðan dag, Footsy.“ „Góðan dag, Bronson,“ svaraði Footsy og Ogden Pieter sá, að Footsy stóð kyrr og vandræðalegur frammi fyrir hinum ókunna. „Smávegis rabb í bróðerni getur varla verið til tjóns, Footsy.“ „Nei, ekki mín vegna.“ „Mér þykir leitt, að þér sögðuð upp starfi yðar hjá mér,“ sagði Bronson. „Mér þótti það mjög leitt. Ég hafði mínar fyrirætlanir varðandi yður.“ „Ég býst ekki við, að mér hefði fallið við fyrirætlanir yðar,“ svaraði Footsy. „Mér fellur heldur ekki við yður sjálfan úr því erum farnir að tala um þetta á annað borð.“ Ogden Pieter virti fyrir sér eiganda ACME-flutningafyrirtækisins. Þetta var smávaxinn og spjátrungslegur náungi, varla meira en tuttugu og sex ára gamall, en Ogden Pieter hafði á tilfinningunni, að hann væri enganveginn eins hættulaus og hann leit út fyrir að vera. „Ég get heldur ekki sagt, að ég sé beint stoltur af yður, Footsy. Þér eruð ekki ná- kvæmlega mín tegund af manni. En þér eruð duglegur maður, og ég hef not fyrir duglega menn. Ég hef til dæmis þörf fyrir umboðsmann. Og ég er ekki mikið gefinn fyrir samkeppni, Footsy. Jafnvel ekki hina friðsamlegustu samkeppni.“ „Það gæti hugsazt, að þegar mér vex fiskur um hrygg geti ég tekið betur upp í mig en ég geri núna,“ svaraði Footsy. „Ég hef efni á því að greiða duglegum umboðsmarini þrjátíu og fimm þúsund á ári eða meira.“ Framhald 123

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.