Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 9
gegn vilja sínum, en þegar þetta er ritað
(í janúar 1963) er búizt við, að landið
hljóti sjálfstæði áður en langt um líður.
Allir eru sammála um, að sjálfstæði Zanzi-
bar muni ekki stofna heimsfriðnum í hættu
á nokkurn hátt; hins vegar gæti það máski
kennt heiminum að lifa í þægilegum friði
innbyrðis.
Þeir staðir eru fáir á jörðunni, sem eru
jafn tilvaldir og Zanzibar, hvað snertir
kyrrlátt og fagurt mannlíf. Landslagið er
óendanlega ríkt af fegurð. Stórar breiður
hins frjósamasta ræktarlands teygja sig
svo langt sem augað eygir. Litríkar hita-
beltisplöntur standa í blóma árlangt —
jacaranda, bougainvillea, flamboyöntur,
frangipani. Silfurtært vatn sprettur upp
úr óteljandi smálindum. Himinháir kókós-
pálmar vagga í yndisþokka fyrir hægum
monsún-andvara. Og alis staðar fyrirfinnst
áleitinn, þægilegur ilmur, sem orkar þó
róandi. Andartak nemur maður staðar og
fer að hugsa um, að hverju hann geti staf-
að. Þessi ilmur iaðar, og hann minnir á
.lól 0g jólatertur. Og þá rennur það upp
fyrir manni, að Zanzibar er mettað hinni
ssetu angan frá kryddnegultrénu.
Hið ævaforna nafn Zanzibars, á swahili-
máli er Unguja, — Land allsnægtanna. —
Hvers kyns ávextir vaxa þar í ótölumergð,
°g íbúar landsins þurfa varla að lyfta hendi
til að færa sér þá í nyt og koma þeim í
verð, ef svo ber undir. Sem dæmi má nefna,
að á Zanzibar og Pemba vaxa næstum 80%
af þeim kryddnegul, sem notaður er í heim-
mum. Auk þess er flutt út þaðan geysi-
magn af þurrkuðum kókoshnetukjörnum
(kopra) og öðrum afurðum kókospálm-
anna. Margs konar ætar jurtir vaxa þarna
Vlilt. Maður getur vart hugsað sér æta jurt
sem ekki vex þarna — bananar, brauðald-
ln, appelsínur, sítrónur, mandarínur, greip-
aldin, mangó, ananas og svo f jöldi annarra
mtijurta, sem við eigum alls engin nöfn
yfir.
En negultréð má segja að sé í einna
úeztu samræmi við þjóðareinkenni þeirra,
sem landið byggja. Þegar slíku tré hefur
Vei’ið plantað, þarf eigandi þessi ekki ann-
að að gera en sitja í skugga þess og bíða
eftir því, að frjóangarnir breytist í pen-
H E I MI LI S B L A Ð I Ð
ingaseðla. Jafnvel þegar markaðurinn er
sem lakastur, getur sæmilegt tré gefið af
sér nálega sex sterlingspund á ári eða um
600 krónur. Þegar markaðshorfur eru góð-
ar, má segja, að peningunum beinlínis rigni
yfir þann sem sefur undir trénu sínu. Sann-
leikurinn er sá, að eigandi trésins er í fjár-
hagslegum gróða ævilangt. Flest tré halda
áfram að ávaxtast í 70—80 ár.
Hin gífurlega gróska á Zanzibar hefur
gert lífið dásamlegt fyrir þær 307.000 sálir
sem á Zanzibar búa. Flestir eru þeir af
afrískum uppruna, en á liðnum öldum hafa
Arabar, Indverjar, Persar og ýmsir aðrir
setzt þar að einnig. Snemma lögðu Arabar
eyjarnar undir sig og hafa í tímans rás
samlagazt svo Afríkubúunum, að erfitt er
nú að greina á milli. Einnig sjálfur soldán-
inn er með afrískt blóð í æðum. Og tungu-
mál eyjanna, swahili, er komið af hinni
afrísku bantu-tungu, en þriðjungur þess á
samt uppruna sinn í arabisku. Þetta er þítt
og hljómfagurt tungumái, sem virðist eiga
miklu betur við á Zanzibar heldur en hin
kokmælta og hrjúfa arabiska.
Flestir íbúar Zanzibar eru sællegir, við-
felldnir og með afburðum latir. Náttúru-
auðævin hafa þyrmt þeim við að þurfa að
strita frá klukkan níu til fimm, og það sem
þeir eiga aflögu af lífsmætti nota þeir til
að lifa þægilegu lífi. Á zanzibörsku heimili
standa dyrnar opnar daglangt. Jafnvel blá-
ókunnugur maður getur gengið inn og sagt
„Hodi“ (Daginn!) — hann fær óðara kaffi
og kökur framborið og getur tímunum
saman setið á áhyggjulausu skrafi við gest-
gjafa sinn. Hvarvetna kveður við lífsglað-
ur hlátur. Sérhver íbúi eyjanna er ætíð
reiðubúinn að taka sér frí — þótt hann hafi
reyndar ekkert til að „taka frí“ frá — og
hlusta á skemmtilega sögðu eða skrýtlu.
Yfirleitt er ekki hægt að treysta neinu
loforði eða fyrirfram ákvörðun; einatt
gleymir sjálfur gestgjafinn að koma til mið-
degisverðarins. Lífsviðhorf eyjarskeggja
speglast einna bezt í gömlu orðtæki á swa-
hilisku: Haráka haraka haina baraka —
flýtisverk er ónýtisverk.
Verzlunarmaður, sem annars er óhemju-
duglegur, miðað við það sem gengur og
gerist á Zanzibar, sagði við mig: „Jafnvel
97