Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 25
Hann leit við og horfði á þau stóru og einfeldnislegu andliti sínu. Svipurinn var bungbúinn, en samt var eitthvað hrífandi við hann. Peggy fannst maðurinn vera um Þritugt. ,,Vegna þess að hann er í samkeppni við ftiig og vill ryðja mér úr vegi,“ svaraði hann. „En þetta er nokkuð gróft, að hegða sér svona,“ sagði Ogden Pieter. „Eg skal launa þeim í sama máta, þótt síðar verði,“ tautaði maðurinn, og svo leit út sem hann meinti það. „Og lítið nú á. Lítið á þetta hjól. Ég er ekki með neitt varahjól, en bíliinn er fullur af varningi. Ég hef engan hjálparmann. og það eru Þrjátíu kílómetrar til Lenox.“ „Er það raunverulega meining yðar?“ spurði Ogden Pieter tortrygginn, ,,að mað- urinn hafi hrakið yður út í skurðinn af ásettu ráði?“ „Þetta er viðskiptaatriði," sagði Peggy. „Það er tilheyrandi samkeppninni. Það er á þennan hátt meðal annars sem flutninga- fvrirtækin græða fé — með því að ryðja öðrum út af veginum á einn eða annan hátt. Hvar er aðstoðarmaður yðar?“ Bílstjórinn spýtti við tönn með fyrirlitn- ir>gu. .-Hann stakk af. Hann strauk frá mér, ræfillinn sá arna. ACME hefur gert hann skelkaðan, eða kannski hafa þeir boðið honum betri kjör. Hann er þá þriðji að- stoðarmaðurinn sem ég missi á þann hátt. Lg fæ ekki neinn, sem vill ílendast hjá mér. En hvað um það, ég neyðist til að ganga ril Lenox og leita mér hiálpar. Aðeins ef ég vissi, hvað ég á að grípa til bragðs, því ekki get ég skilið flutninginn hér eftir an bess að einhver liti eftir honum á með- ?n. Þetta er þokkalegt eða hitt þó held- ur!“ Peggy Fogarty leit á Ogden Pieter. — „Dettur yður ekki neitt í hug undir svona hringumstæðum?“ spurði hún. „Mér finnst þetta níðingsverk," svaraði Ogden Pieter. „Það ætti að refsa svona ^nönnum. Það ætti að draga þá fyrir lög °g dóm.“ „Þegar eigandinn, Bronson, er aðalmað- urinn í bæjarstjórninni," mælti bílstjórinn beisklega, „er ekki svo auðhlaupið að ná rétti sínum fyrir dómstólnum." „Hugsið yður betur um, Peter,“ sagði þá Peggy og ávarpaði hann nú í fyrsta sinn með því nafni sem hann hafði kynnt sig með fyrir henni. „Reynið nú að vera ör- lítið raunhæfur í þetta sinn.“ Ogden Pieter var mjög greiðvikinn og hjálpsamur að eðlisfari, og nú fyrst skildi hann, hvað hún var að fara. „Við getum staðið vörð hjá farminum á meðan þér farið til boi’garinnar," sagði hann við bílstjórann. Peggy kinkaði kolli. „Það var strax skárra," sagði hún. „En segið mér — þurf- um við ekki á peningum að halda?“ „Eigið þér við, að við ættum að taka peninga fyrir það að hjálpa manni, sem illa er ástatt fyrir?“ „Það er út af fyrir sig ágætt að vera séntilmaður, Peter,“ sagði hún, „en við eig- um ekki grænan eyri. En hér er það sem maður kallar tækifæri." Ogden Pieter stokkroðnaði og sneri sér vandræðalegur að bílstjóranum. „Hve mikið viljið þér borga okkur fyrir að gæta flutningavagnsins?" spurði hann. „Nafn mitt er Mertz,“ svaraði maðurinn. „Footsy Mertz. Eruð þið hjón?“ „Við þekkjumst varla,“ svaraði Peggy. „Ég hitti hann hérna neðar á veginum." „Ég hlýt víst að taka boðinu," sagði Footsy. „Ég læt yður fá dal að launum.“ „Hvort um sig,“ bætti Peggy við. „Auk þess kaffibrúsann og brauðpakkann, sem þér hafið meðferðis." ,.En hvernig get ég vitað nema þið rænið mig og stingið af með þýfið á meðan ég er burtu? Það eru mjög verðmætar vörur i bílnum.“ „Hvert ættum við að fara?“ spurði Peggy þurrlega. „Og í hvað ættum við að láta þýfið?“ Footsy tók ákvörðun. „Kaffið og matar- pakkinn eru i hólfi undir sætinu," sagði hann. Peggy leit á Ogden Pieter. „Hér sjáið þér dæmi um það, hvernig venjulegt fólk vinnur fyrir daglegu brauði sínu,“ sagði hún. hEimilisblaðið 113

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.