Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 31
Ogden Pieter var vanur að gefa þjónum í
drykkjupeninga.
Hann hugleiddi þetta á meðan þau óku
um götur bæjarins og komu loks að litlu
og þokkalegu húsi innan um önnur fátæk-
legri í úthverfi bæjarins. Það stóð þarna
hvitmálað á grænum bletti, og blómabeð
umhverfis; til hliðar var malarvegur sem
lá að bílgeymslu, og þangað ók Mertz bíl
sínum og setti í geymsluna.
,,Amma mun sjá fyrir þessu öllu,“ sagði
hann. „Hún er hörð í horn að taka. Og
það er hún sem ákveður allt.“ Svo gekk
hann með þau að forstofudyrunum. „Hún
myndi líka ávíta mig harðlega, ef ég færi
með gesti bakdyramegin,“ bætti hann við
hvíslandi.
Fyrir innan dyrnar tók við lítil forstofa.
Þar stóð fatahengi með regnhlífagrind til
hliðar. Til hægri lá stigi upp á loftið, en til
vinstri voru bogadyr inn í litla dagstofu,
har sem mest bar á stórri blýantsteikningu
af rosknum manni með silfurhvítt skegg.
Peggy fór sér að engu óðslega. Reynslan
hafði kennt henni, að konur voru miklu
erfiðari viðureignar en karlmenn — ekki
hvað sízt valkyrjur.
,,Amma!“ kallaði Mertz.
_„Þú þarft nú ekki að kalla svo hátt að
húsið hrynji,“ gegndi mjóróma en nokkuð
skörp rödd innan úr borðstofunni. Svo birt-
ist amma Mertz bílstjóra. Þetta var lág-
vaxin grönn kona, bláklædd, og svo hrein-
leg og geðþekk að sjá, að því var líkast
sem hún væri búin til úr vaxi. Hár hennar
var gráhvítt og líktist umgjörð um aldið
en hýrlegt andlit hennar. Ekki var hægt
a<5 sjá, að Footsy væri afkomandi þessarar
honu. Ogden Pieter fannst hún líkjast her-
iogaynju. Það var einhver ómeðvituð tign
yfir henni, en þessi heiðurskona var amma
fiutningaverkamanns og bjó í litlu og fá-
tæklegu húsi! Ogden Pieter varð orðlaus
af undrun.
Amma Mertz leit alvarleg á þau Ogden
Pieter og Peggy, og í svip hennar var
hvorki að sjá velvilja né andúð.
„Gabby tók pokann sinn,“ sagði Footsy.
„Það var ekki annað en mér datt í hug
hann myndi gera,“ sagði amman.
Heimilisblaðið
„Svo kom ACME-vagn sem hrakti mig
út í skurð, svo að ég braut annað fram-
hjólið.“
„Mig furðar ekki á því,“ svaraði amm-
an, án þess brygði fyrir minnstu reiði í
rödd hennar. „En ég verð að segja, Foot-
sy, þú kannt þig ekki frekar en bjórflaska
— þú kemur með fólk inn í húsið og kynnir
það ekki.“
„Hún heitir Peggy og hann Pieter,“ sagði
Footsy.
Amma Mertz kinkaði kolli og virtist láta
sér nægja þessa stuttlegu kynningu. Björt
augu hennar virtu ekki Ogden Pieter frek-
ara viðlits en virtu þeim mun betur fyrir
sér Peggy Fogerty, og samt hafði Ogden
Pieter á tilfinningunni, að ekkert sem máli
skipti færi framhjá athygli þessarar gömlu
konu.
„Hvernig hafa hendurnar á honum farið
svona?“ spurði hún.
„Hann hjálpaði mér til að afferma.”
„Bezta vörn fyrir hendurnar," sagði
amman vingjarnlega, „er að fá harða húð.
Það fær maður af því að vinna.“ Svo virti
hún Ogden Pieter fyrir sér. „Ég get hugs-
að mér, að þið séuð svöng,“ sagði hún rök-
föst í hugsun. „Þegar þið hafið borðað, get-
ur Footsy sagt mér nánar frá því, hvernig
hann hefur hitt ykkur.“
„Má ég kannski aðstoða yður, frú
Mertz?“ spurði Peggy.
„Þér lítið ekki út fyrir að vera vön hús-
verkum,“ svaraði amman gagnrýnin.
„Ég hef eldað mat ofan í tug manns og
stundum fleiri," svaraði Peggy.
„1 einu?“ spurði amman nokkuð snögg
upp á lagið.
„Það var í matsölu," svaraði Peggy.
„Þér komið mér annars þannig fyrir
sjónir, að þér mynduð heldur geta stokkið
heljarstökk." Augu hennar skutu gneistum
— og kannski gætti í þeim örlítillar öfund-
ar, ef vel var að gáð. „En komið þá með
mér fram í eldhús," bætti hún við. „Ég
kemst þá fljótt að raun um, hvað vel þér
kunnið að fara með pönnu á gasofni.“
„Er hún ekki föst fyrir?" mælti Footsy
í aðdáun. „Bezt að þvo sér stax um hend-
urnar.“
Ogden Pieter þvoði helaumar hendur
119