Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 8
Höll Abdullah soldóns.
sælustaður letingja
Eftir David Reed.
Stillilegt haf, á litinn sem fagurgljáður
smaragð, umlykur þessa dásamlegu ey. —
Syfjulegt brim rjálar við hvíta sandströnd-
ina. Daglangt er eyjan böðuð gullinni sól
miðjarðarbaugsins.
Þegar ferðamaðurinn nálgast af sjó,
koma í Ijós smám saman hundruð þúsunda
af kókóspálmum. Síðan birtist dáindisfag-
ur lítill kaupstaður. Skjannahvít höll, bú-
staður soldánsins, er frammi við sjávar-
bakkann; að baki henni er furðulegt völ-
undarhús lítilla og krókóttra gatna. Allt er
þetta svið eins og það sé klippt út úr Þús-
und og einni nótt. En það er í sjálfu sér
ekki svo skrítið, því að hér er um að ræða
Zanzibar, síðustu leifar hins víðlenda ríkis
Araba, sem á horfinni tíð náði yfir megin-
hluta Austur-Afríku.
Zanzibar hefur yfirbragð ævintýrisins í
enn ríkara mæli heldur en Bagdad, Cairo,
Damaskus eða aðrar þær austurlenzkar
borgir, sem mest hefur verið rætt um og
ritað í því sambandi. Eyjan liggur í Ind-
landshafi, sex gráðum fyrir sunnan mið-
jarðarhafslínu og tæpa 40 kílómetra undan
ströndum Tanganyiku; hér er reyndar um
fleiri en eina eyju að ræða. Helzt er eyjan
Zanzibar, 1650 ferkílómetrar að stærð,
síðan eyjan Pemba, sem er 985 ferkíló-
metrar ræktaðs lands, en auk þess eru
miklu smærri eyjar og sker. Hið einlita
rauða flagg soldánsins blaktir yfir Zanzi-
bar, en samhliða því blaktir brezki fáninn
— til að undirstrika það, hver hafi hin
raunverulegu völd á eyjunum. Síðan 1890
hefur Zanzibar verið brezkt verndarsvæði,
96
HEIMILISBLAÐIÐ