Heimilisblaðið - 01.05.1966, Síða 32
sínar og andlit, og greiddi sér. Honum leið
illa af því að vera órakaður og íklæddur
öðrum eins lörfum. „Ég er hræddur við,
að þér skulið hafa farið heim með okkur
hingað,“ sagði hann.
,,Bjánaskapur,“ sagði Mertz og gekk á
undan inn í borðstofuna.
Þau settust við stórt eikarborð, og Peggy
gekk inn með fat kúfað af fleiri spældum
eggjum en hann hafði áður séð á einum
stað. Amman kom á eftir með kaffikönnu
og bolla á bakka.
„Strax og ég sá hana, var ég handviss
um, að hún væri leikkona,“ sagði hún. Svo
settist hún við borðið. „Ég hef reyndar
ekkert á móti leikkonum," bætti hún við,
„ekki hið allra minnsta. Þær mega vera
leikkonur, ef þær hafa löngun til.“
Peggy vildi auðsjáanlega gera gömlu
konunni nákvæma grein fyrir því, hvað
hún væri, og sagði því:
„Ég er danskona, og ég syng vísur —
mjög léttklædd."
„Ég þori að veðja, að þér lítið glæsilega
út þannig,“ sagði þá amman. „Og kona,
sem er nakin, getur verið betri manneskja
en sú sem vefur sig inn í mörg lök svo að
ekkert sjáist.“
„Hún er að stinga upp á, að. þessi þarna
verði aðstoðarmaður minn,“ sagði þá Foot-
sy og benti á Ogden Pieter.
„Hvað vill hann sjálfur?" spurði amman.
„Ef þessar hendur ljúga ekki, þá hefur
hann ekki beinlínis ofreynt sig fram að
þessu. Ég var búin að segja þér, að Gabby
myndi aldrei reynast vel.“
„Ég vil vinna,“ sagði Ogden Pieter.
„Öskið þér þess, eða neyðizt þér til
þess?“ spurði amman fremur þurrlega.
„Ef þér gætuð ímyndað yður,“ svaraði
Ogden Pieter, „að þrátt fyrir það þótt ég
sé svona gamall að árum, þá sé ég í raun-
inni nýkominn út í heiminn, þá gætuð þér
skilið þá erfiðleika sem ég á i.“ Hann
hrukkaði ennið og leit niður á diskinn sinn,
til þess að einbeita sér. „Ég veit varla,
hvað ég á að gera eða hvernig ég á að
haga mér. Mér líður eins og þeim sem
kominn er frá öðrum hnetti. Sonarsonur
yðar hefur margra ára reynslu að baki til
að styðjast við, frú Mertz. Sú reynsla
segir honum, hvað hann á að gera. Mín
eigin reynsla hófst í morgun.“
„Þegar þér lásuð dagblaðið,“ bætti
Peggy við.
Ogden Pieter leit á hana. Hann var
ánægður með það, að hún skyldi vera við-
stödd. Kunningsskapur þeirra var ekki
dagsgamall, en samt fannst honum hann
hafa þekkt hana lengi og reynt með henni
sitt af hverju í veröldinni. Það var furðu-
legt, en þegar hann reyndi að minnast
allra þeirra ungu stúlkna, sem hann hafði
kynnzt, hurfu þær allar úr huga hans eins
og draumsýnir. Hann gat ekki handsamað
neina þeirra, til þess sögðu þær honum of
lítið. Hins vegar var Peggy mjög nærtæk
og lifandi fyrir augum hans.
Hann áttaði sig allt í einu á því, að hann
góndi á hana, og var fljótur að líta eitthvað
annað. Jafnframt tók hann eftir þw, að
amma Mertz gaf honum gætur.
„Já, það má segja það,“ sagði hann sem
svar við athugasemd Peggyar. „Og þess
vegna verð ég að læra allt frá byrjun —
jafnvel algengustu hluti. Hvernig maður
á að lyfta hlut og bera hann. Ég veit ekki,
hvað dagkaup verkamanns er mikið. Ég
veit ekki, hvað þessi egg kosta í verzlun.
Ég veit ekkert, og ég á ekkert.“
„Þér eigið heilsu yðar og hreysti," sagði
amman.
„Já.“
„Jæja, nú vitum við heilmikið um yður,“
sagði hún, „en samt langar mig til að leggja
fyrir yður eina spurningu í viðbót. Eruð
þér á flótta undan lögreglunni?“
„Nei, það er ég ekki, frú.“
„Hafið þér nokkrar skyldur, sem ærleg-
um og heiðarlegum manni bæri að hverfa
aftur til?“
„Nei, engar.“
Hyggin augu hennar virtu svip hans
gaumgæfilega fyrir sér.
„Svo lengi sem maðurinn aðhefst ekkert
glæpsamlegt," sagði hún, „eða hann gerir
ekkert á hlut þess sem treystir honum, þá
hefur hann leyfi til að vinna að því sem
honum þóknast."
„Þá hef ég líka leyfi til að gera það
sem mér þóknast,“ sagði Ogden Pieter.
120
HEIMILISBLAÐIÐ