Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 37
Bakað brauð með osta-hnetu-niarengs.
2 eggjahvítur, 100 gr. rifinn ostur,
8 þunnar sneiðar af franskbrauði með smjöri,
ca. 50 gr. gróft hakkaðir heslihnetukjarnar.
Þeytið eggjahvíturnar mjög stífar, og
hrærið ostinn létt út í og látið ofan á brauð-
sneiðarnar. Látið hnetukjarna út á og látið
brauðið síðan strax í heitan ofn (175°)
°g látið bakast í 12—15 mín., þangað til
þær eru orðnar gulbrúnar.
íleykt síld með eggjastönglum.
6—8 eggjahvítur, olía,
% tsk. salt % tsk. pipar, graslaukur,
4—8 reyktar síldar,
50 gr. mayonnaise,
1 ds. smurostur,
ea. 2 msk. rjómi, salt, pipar,
1—2 búnt af radisum.
beytið eggjahvíturnar aðeins, en látið þær
ekki verða að froðu. Fóðrið aflangt form
Weð smjörpappír eða alúminíumpappír,
sem er penslað með olíu og dreift á salti
°g pipar. Siðan er eggjahvítunum hellt í.
Bindið smjörpappír yfir formið og látið
eggjahvitui’nar stífna í vatnsbaði við hæg-
an hita.
Skerið kaldan eggjamassann í langa
stöngla og veltið þeim upp úr fínthökkuð-
um graslauk. Leggið stönglana á flatt fat
uieð vissu miliibili. Leggið reykt síldar-
flök á milli.
Smyrjið yfir þetta, samanhrærða blöndu
af smurostinum, mayonnaise og rjóma,
kryddað með salti og pipar. Skreytt með
radísum.
Kökur og efíirrótlir.
bókosmakarónur.
2 eggjahvítur,
125 gr. kókosmjöl,
150 gr. sykur.
Kveikið fyrst á ofninum og hafið meðal
hita. Hrærið síðan öllu vel saman og hitið
bað í potti, þangað til deigið er orðið seigt
°g samhangandi, setjið það í smátoppa á
velsmurða plötu. Setjið plötuna strax í
efninn og bakið makarónurnar við 175°
hita í ca. 12 min.
Kókos-marengs.
2 eggjahvítur, 250 gr. siaður flórsykur,
1 tsk. sítrónusafi, 4 msk. kókosmjöl.
Þeytið eggjahvíturnar vel stífar. Þeytið
um það bil helminginn af flórsykrinum og
sítrónusafanum út í. Hrærið síðan varlega
afganginn af flórsykrinum og kokosmjölið
út í, og látið deigið í toppa á vel smurða
og hveiti stráða plötu. Bakið kökurnar við
hægan hita (125°) í 30—40 mín.
Gleymdir kossar.
Þetta er auðveldur og góður eftirréttur.
I hann er hægt að nota nýjar marengs-
kökur, mislukkaðar eða brotnar eða brot-
inn marengsbotn.
6—8 litlar marengskökur, % 1. þeyttur rjómi,
ca. 125 gr. vínber, sem skorin eru í sundur
og steinarnir teknir úr.
1—2 epli (rifin).
SKRAUT: Vínber og skafið súkkulaði.
Myljið marengskökurnar og blandið
saman við þeyttan rjómann, ásamt vín-
berjum og eplum. Framreiðið réttinn í
ábætisskálum.
ÚEIMILISBLAÐIÐ
125