Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 30

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 30
um og lyfti honum klaufalega, því að hann kunni ekki rétt tök. Þannig bar hann kass- ann reikull í spori inn eftir skemmupall- inum. Þetta var þýðingarmikil stund í lífi hans. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann leysti af hendi raunverulegt. verk gegn borgun. En smám saman varð Ogden Pieter ljóst, að hann hafði ekki fullkomlega skilið, hvað átt var við með orðinu ,,aðstoðarmaður“. 1 flutningamannastarfi var engu líkara en aðstoðarmaðurinn væri sá, sem raunveru- lega leysti allt verkið af hendi, á meðan yfirmaðurinn lét sér líða vel, reykti sígar- ettur og sat á tali við unga og rauðhærða stúlku. „Þér hlífið honum ekki, verð ég að segja,“ heyrði hann Peggy Fogarty segja í nokkuð beiskum tón. „Annað hvort er hann hæfur eða hann er ekki hæfur,“ svaraði Mertz hinn róleg- asti. „Það er ekki hægt að komast að nið- urstöðu um það á annan hátt.“ Það fóru að myndast blöðrur á hönd- um Ogden Pieter. Bak hans, sem ekki var vant við burð, tók að verkja. Hnén virtust ætla að neita að hlýðnast boðum heilans, og það suðaði fyrir eyrum hans. Hann tók eftir því, að þau tvö veittu honum athygli og það ekki án vissrar tortryggni. — Hann blóðlangaði til að rétta úr sér og draga að sér andann í rólegheitum stutta stund, en eitthvað innra með honum bannaði hon- um að veita sér slíkan munað að svo stöddu. Einhver staðfesta, sem hann hafði ekki vit- að sjálfur, að hann byggi yfir, hafði nú náð algjörum tökum á honum. Enn einu sinni beygði hann sig, lyfti kassa og bar hann að börunum, ók honum inn í vöru- skemmuna og staflaði honum ofan á þá kassa, sem fyrir voru. Síðan fór hann að sækja nýtt hlass; þannig aftur og aftur. Hann vissi, að þetta var allt ósköp tilgangs- laust, en hann varð að duga á meðan fylgzt var með honum af gagnrýnum augum; hann beit því á vör og lét sem ekkert væri. Greinilega var það ætlun Mertz að geta sýnt fram á, að Ogden Pieter væri óhæfur til starfsins, en hinn síðarnefndi ætlaði ekki að láta honum verða kápu úr því klæð- inu. Sú stund rann upp, að hann þóttist viss um, að ef hann beygði sig einu sinni enn, myndi hann falla fram fyrir sig, — en svo merkilegt sem það var, þá hlýddu fætur hans fyrirskipuninni eins og ekkert væri. Hann beygði sig og reikaði af stað, aftur og aftur. Hann var fastákveðinn í því að ljúka við það, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Hann hataði kassana, hataði Mertz, og það var ekki laust við, að hann fyrirliti einnig ungu stúlkuna. En þau skyldu ekki fá hann til að gefast upp. Svo var verkinu lokið. Hann gat varla rétt úr sér fyrir bakverk, og honum fannst brjóstkassinn ætla að springa og blóðið að vætla undan nöglunum. Hann gekk til hr. Mertz, leit á hann heit- ur í augum og sagði lágt: „Gjörið svo vel, herra þrælahaldari, gjörið svo vel......“ Svo settist hann og hafði á tilfinningunni, að það ætlaði að líða yfir hann. Mertz leit á Peggy og lyfti brúnum um leið og hann gretti sig svolítið. „Og í rauninni með ekkert í maganum,“ sagði hann. En Peggy lét ékki í Ijós neina samúð með Ogden Pieter. Til þess var hún of klók. Hún vissi, að sérhver samúðarvottur myndi vera auðmýking fyrir hann. „Við skulum þá koma okkur inn í bíl- inn,“ sagði Footsy Mertz stuttur í spuna. „Hvert förum við?“ spurði Peggy. „Amma myndi með glöðu geði bera fram egg og skinku,“ sagði Mertz. Ogden Pieter lyfti höfði. „Fæ ég borg- un fyrir þetta?“ spurði hann. „Þér fáið þau laun, sem þér eigið skilið,“ svaraði Mertz. „Hvað mikið?“ spurði Ogden Pieter. Það var ekki af smámunasemi, sem hann spurði, heldur var þetta honum brýn spurning. Hann hafði stritað svo, að hann verkjaði í allan skrokkinn. Á þennan hátt átti hann að vinna fyrir mat sínum í framtíðinni. Hann vildi fá að vita, hvað mikið væri borgað fyrir þennan þrældóm. „Tuttugu-þrjátíu krónur eða svo,“ anz- aði Mertz kæruleysislega. Tuttugu-þrjátíu krónur. Það var það sem 118 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.