Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 26
Hoff, hoff, herrar mínir EFTIR DIMITRIIVANOV Jólcisaga úr búlgaskri sveit 0 jú, herra minn, við komumst þangað áreiðanlega í tæka tíð. Við verðum komnir áður en sólin er gengin til viðar. Sjáið þér ekki, herra minn, þarna framundan er bærinn, neðanvert við hæðina þarna! Sjáið þér það núna, herra minn? Strax þegar við erum komnir yfir litla ásinn þarna, þá má segja, að við séum sama sem komnir. Og síðan sveiflaði ungi ekillinn svipu sinni yfir holdgrönnum hestunum, smellti með tungunni til að hvetja þá og hrópaði glaðlega: — Svona nú, herrar mínir' Hott, hott! Hjólin fjögur á létta vagninum skvettu nú meiri leðju frá sér en nokkru sinni áð- ur og ultu áfram eftir forugri hliðargöt- unni. Vagninn var gamalt skrapatól, sem skrönglaðist þunglvndislega áfram yfir eyðilega sléttuna, er var orðin blátt áfram gegnsósa eftir desemberrigningarnar. Bóndapilturinn í ekilssætinu hrópaði ennþá eitthvað til hestanna sinna, síðan hagræddi hann sér í sæti sínu, dró vota húfu sína niður yfir úfið hár sitt og tók að syngja um stund með sömu glaðværu röddinni. — Hvað heitir þú ungi maður? spurði feitur maður, sem sat inni í vagninum og hafði brett kragann á úlfskinnsfrakka sínum upp fyrir eyru. Unglingurinn hélt áfram að syngja. — Heyrirðu ekkert? öskraði maðurinn háum og reiðilegum rómi. — Hvað sögðuð þér ? Unglingurinn sneri sér við. — Nafnið! Hvað heitirðu? Hvað er nafn þitt? — Ondra. — Einmitt það, Ondra, það heitirðu- Þið eruð meiri refirnir, þessir bændur. Þið eruð allir undirförulir, þrjótamir ykkar- Og eitt kunnið þið vel — að féfletta og svíkja fólk. Eða látalætin í ykkur fyrir dómstólunum. Þið þykist vera lömb. ekk- ert nema saklaus smálömb, en undir sauð- argærunni eruð þið eins og úlfar. Þið eruð ekkert annað en uppgerðin frammi fyr,r dómaranum! — Við erum bara hversdagslegar og eiU' faldar manneskjur, herra minn, og þeth1 er ekkert annað en slúður, Þér haldið kannske ekki, en við erum í raun og veru alls ekki þess háttar manneskjur. Við bændurnir svíkjum engan, nema ef veru skyldi af vankunnáttu. Vankunnáttu fátækt, herra minn. — Einmitt það? Svo það á að kalla fa' tækt? Bölvaðir bændadurgamir! Þið kvart' ið yfir vankunnáttu ykkar og fátækt, en Þ° drekkið þið eins og svín. Haldið þér herra minn, að það sé of niik' il velmegun, sem þjakar okkur? Að eyiu^ okkar stafi af því, að okkur líði of vel- Onei! Það er ekki velmegun, sem harðas kemur við okkur. Það drekka að vísu all,r' en það er gert til þess að skapa sér litla gleðitilfinningu stundarkorn, en ekk’ af því, að okkur líði of vel. Það getið Þelj reitt yður á. Það getið þér bókað hjá yðu1 ■ — Því skal ég trúa! Mér virðist benda til þess, að þú hafir líka fengið ÞeI hjartastyrkingu, drengur minn! En til ÞeS® ert þú áreiðanlega of ungur, því þér el H E I M I L I S B L A Ð 1P 206

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.