Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 30
varð. Lífvana, perlumóðurskyggt yfirborð vatnsins ýfðist ofsalega. — Stansaðu, asninn þinn! æpti skatt- heimtumaðurinn skelfingu lostinn og vafði úlfskinnsfrakkanum fast að sér. Ætlarðu að drekkja mér, fábjáninn þinn? Sérðu ekki, að vatnið er farið að renna upp í vagninn ? Stansaðu, fjandinn þinn. Ondra stansaði. Vatnið náði nú upp und- ir gólf vangsins, sem stóð úti í miðri mýr- artjörn. Bakkar hennar voru horfnir í pottþétt myrkrið, sem umlukti þá. — Hott, hott! Áfram! hrópaði Ondra til hesta sinna. Bergmálið af æskustyrkri rödd hans barst til þeirra utan úr nátt- myrkrinu. Fáeinar villigæsir flugu upp með miklum bægslagangi rétt hjá þeim og hurfu út í myrkrið. — Við neyðumst kannske líka til að breyta okkur í mýrafugla og vaða áfram, sagði Ondra hugsandi, eða þá . . . — 0, hálfvitinn þinn! Bíddu bara, þang- að til við erum komnir upp úr og inn á veginn aftur! Ég skal mölbrjóta hvert ein- asta bein í þínum vesæla skrokki! Við drukknum hér eins og rottur, asninn þinn! — Nei, við drukknum ekki, herra skatt- heimtumaður, nei, það gerum við ekki, ekki, verið þér ekki hræddur. 1 myrkri eins og þessu getur hver sem er villst. Verið þér bara rólegur, sagði Ondra og fór að skoða aktygin á hestunum. Síðan tók hann til að losa og herða aftur ýmsar ólar, og meðan á því stóð bölvaði hann hástöfum, bölvaði, losaði, herti aftur og bölvaði. Að lokum settist hann aftur í ekilsæti sitt, sveiflaði svipunni og hrópaði: — Hott, hott, nú, herrar mínir! Hestarnir tóku á og drógu vagninn af stað. Allt í einu losnaði annar þeirra frá vagnstönginni og brokkaði laus og liðugur brott yfir mýrarflóann, burtu frá ak- tygjum og taumum. Hinn hesturinn stóð eftir fyrir framan vagninn. — Hæ, þarna! Hvað skeði nú? skrækti skattheimtumaðurinn. — Stansaðu! Dorcha! Dorcha! kallaði Ondra til alusa hestsins, til þe^s að telja hann á að snúa við. En hesturinn hafði orðið hræddur við vatnið. Hann sneri bvert úr leið og fikraði sig varlega aftur upp að bakkanum, og þai' hvarf hann hægt úr augsýn og deufheyrð- ist gersamlega við köllum húsbónda síns. Skattheimtumaðurinn stóð á fætur 1 vagninum, og skelfingin lýsti af hverjum drætti í andliti hans. 1 sömu svifum stökk Ondra léttilega yf' ir á bak hins hestsins og hélt af stað á eft' ir Dorcha, hrópaði hástöfum í sífellu: Dorcha! Dorcha! Bíddu' Komdu aftur . • • Dorcha! Dorcha! — Hvert ætlarðu að fara? Stansaðu ■ Bíddu! Hvað ertu að gera. ræfillinn þmn ■ Fábjáninn þinn, vesæli bóndadurgur, ég skal taka til þín og það svikalaust! Utan úr myrkrinu heyrðist aðeins glað' legur hlátur í staðinn fyrir svar. — Jæja, ræfillinn þinn, svo þú ætlar að skilja mig hér eftir og láta mig deyja; Svo að villidýrin geti rifið mig í sig? ^ mátt ekki gera það, drengur, ég bið þi£’ gerðu það ekki! sárbað skattheimtumaðui'' inn með titrandi röddu. — Þér skuluð ekki vera hræddur, hei’i'íl skattheimtumaður, kvað við í Ondra. eru engin villidýr hér í myrkrinu. Vefl10 þér bara utan um yður frakkanum, hei'1'^ skattheimtumaður, svo að yður verði ekl(1 allt of kalt. Ég lofa því, að ég skal koma aftur snemma í fyrramálið, eins snemi11^ og mér er unnt. Það er hálmur á vag11' gólfinu, og á honum getið þér sofið. ^ ætla heldur ekki að krefja yður um boi’g' un fyrir gistinguna. — Þú mátt ekki gera þér gaman ul þessu, drengur! sárbað skattheimtuina^' urinn. Þú getur ekki skilið mig eft11 H E I M I L I S B L A Ð I ^ 210

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.