Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 9
í húsi Jerrys leið tíminn við kokkteil °S Jazz, jazz og- kokkteil. Þar var ekkert sem minnti á jól, og allir virtust næsta "'eyknir af því. Þarna var ekkert af því, sem fyrirfannst í litla gistihúsinu hans oels. Og sannleikurinn var sá, að Cris- te' saknaði þess! Hana beinlínis langaði til að vera komin þangað aftur. Samt er svona hugsanagangur fjarska Úánalegur, hugsaði hún með sjálfri sér S'i’amdist að láta sér kcma þetta til hug- ar. Eitt kvöldlið fékk hugmyndaauðugasti ^aður hópsins snjalla hugmynd: „Segið niei', eigum við ekki að drífa okkur og fara 1 htla gistihúsið þar sem Cristel lét fyrir- ei'ast um nóttina, og reyna hvort við get- Urn lífgað svolítið upp á fólkið þar?“ Tillagan hlaut einróma samþykki. Að- eins Cristel var örlítið hikandi. »% er ekki viss um, hvort Noel kærir nokkuð um það“. »Jú, það mun hann áreiðanlega gera. ]o sendum skeyti og pöntum mat fyrir oií manns. Hann græðir stórlega á því. S það gleður hann bara“. Ci'istel hugleiddi málið andartak. Noel atði aðeins séð hana sem rólynda og 'Oi’teisa stúlku. Hann hafði ekki allskost- ar Jengið rétta hugmynd um hana .Hon- Urn myndi þó áreiðanlega þykja meira um hana, ef hann sæi hana eins og hún atti a<5 sér að vera: kát, fyndin og laus hátíðleika. »Við skulum koma“, sagði hún. Skeytið var sent. Og í þrem bílum var af stað heim að litla gistihúsinu hans °els. Cristel var klædd hvítum kvöld- J«- Hún hafði borið á sig varalit, og auSnhár hennar höfðu fundið fyrir pensl- 1Uum. Þau tóku með sér ferðafóninn. — » ið verðum að hafa með okkur einhverja *Usik“, sagði Jerry. ^au i'uddust að gistihúsinu eins og ^Eimil ISBLAÐIÐ stormsveipur. Ungir menn, sem höfðu þegar fengið meira en nóg af kokkteilum, og ungar stúlkur í flegnum samkvæmis- kjólum, alltof mikið púðraðar, og án all- rar tillitssemi við tilfinningar annarra í öllu tali sínu og framkomu. Noel kom sjálfur til dyra. „Gjörið svo vel og komið innfyrir!“ sagði hann, og augu hans leituðu eftir Cristel í hópnum. „Sagði ég ekki, að ég myndi koma aft- ur!“ hálf hrópaði hún. Þau ruddust nú inn í forstofuna með hávaða. Gamla frú Twinkle gekk niður stigann. Hún var klædd svörtum kjól og með hvítt herðasjal og brosti sínu sæt- asta brosi í móttöku skyni. Gengið var inn í borðstofuna, þar sem framreiddur var kalkún og allt það annað, sem heyrir til gamaldags jólamáltíð. Að lokum var borinn inn logandi plómubúðingur. „Nei, hvað þetta er alltsaman dreifbýlislegt!“ hrópaði einn gestanna, og hinir gestirnir tóku undir það með hlátursroku. Síðan var borðskrauti þokað til hliðar, og áður en staðið var upp frá borðum var komið með ferðafóninn og hann settur í gang. Sumir byrjuðu að dansa. Cristel sá, að Noel beit á vör sér, og frú Twinkle var vandræðaleg á svipinn. Gleðskapurinn jókst, og Cristel lét hríf- ast með. Henni var ekki ljóst hvort liðinn var heill klukkutími eða bara nokkrar mínútur, þegar hún sá, hvar Noel reis úr sæti, steig upp á stól og kallaði yfir hóp- inn: „Hættið þessu og farið héðan! Ég vil ekki gera gistihúsið mitt að nætur- klúbb. Er ykkur það ljóst?“ Rödd hans var mjög ákveðin. Þetta var rödd, sem hafði vanist því að gefa fyrir- mæli til sjós. Það varð skyndileg þögn. Sumir gestanna tóku að hlægja aulalega. Ung stúlka hrópaði með skrækri röddu: ,,Er hann aftan úr miðöldum þessi?“ Ung- ur maður með pappírsskraut vafið um 189

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.