Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 34
„Það er ekkert gaman að þvo sér á morgnana, finnst þér það, Palli?“ „Nei, satt segir þú, Kalli, en nú fæ ég góða hugmynd. Við skulum koma í vatns- stríö, þá verðum við hreinir með það sama!“ Þeir flýta sér að ná í hjólhestapumpurnar sínar og byrja svo að sprauta hvor á annan. „En gaman, þetta er eitthvað annað en að standa við vatnsfatið að Þv0 sér“. Og þeir ákveða að gera þetta á hverjum morgni- En þegar þeir eru klæddir og ætla að fara að tak» til í baðherberginu verða þeir ásáttir um, að fljót' legra muni vera að þvo sér með gömlu aðferðinni. „Verið öll sæl, nú höldum við inn í eyðimörkina 1 rannsóknarför", segja Kalli og Palli, „og það getur orðið langt þangað til við komum aftur!" Léttir í lund halda þeir af stað, því nú langar þá til að lenda í ævintýrum, en æ, hvað það er heitt. Áður en langt um líður eru þeir að niðurlotum komnir ,því hvergi er ský á himni, og sandurinn brennandi heitur. „AÞ’ sjáðu!" stynur Palli, „þarna fljúga tvær trönur!“ Fuglarnir voru komnir til að bjarga þessum tvein1 vinum sínum. Þeir fljúga yfir þeim, svo að Kalll og Palli ganga í sgugganum af þeim heimleiðis og þan»' ig endaði rannsóknarför þeirra.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.