Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 17
var alveg rétt. Caluon var bær, sem fyi'ir löngu var yfirgefinn af íbúunum. >.Það getur verið“, sagði Skugginn. „En ^%t á ég með að tráa því, að það séu ekki Pílr nokkrar hræður ennþá, sem muna eftir Jim Cochrane og hvernig ég slasað- lst á 8'addavírnum. En sleppum því, ef ég Væri Skugginn, væri þá hægt að ímynda Ser> að ég stæði hér og benti á örið, sem eiílmitt gæti komið upp um mig?“ J*essi athugasemd hafði góð áhrif. Og yivía leit ráðþrota í kringum sig. »Er hér enginn, sem vill hjálpa mér?“ s<lgði hún. ,,Er enginn, sem hefur eins Stórt heilabú og þessi manndjöfull, sem stendur þarna? Ó, það er hægt að verða vitstola, af að sjá ykkur standa þama e8 hann við nefið á ykkur, og svo látið Pið hann . .. “ J°e Shriner sheriffi, sem hafði nú eri8ið meir en nóg, gekk inn í hópinn og sneri bakinu að Sylvíu. "bið hljótið að vera gengnir af vitinu“, Sa8ði hann, „að standa hér og hlusta á ana og láta ykkur detta í hug að trúa nekkru orði, sem hún segir. Haldið þið, a iltin mundi fara að saka þennan mann Um morð og rán, sem hún hefur alltaf s aðið með? Við vitum allir, að Sylvía ann hefur alltaf dregið taum Skuggans. ■ andinn má vita hvers vegna. Skrattinn Veit líka einn, hvernig skapgerð kvenfólks- ms er. Nú leggur hún sig alla fram til . ess að leika á okkur, til þess að Skugg- mn> þeim manni, sem í raun og veru er mgginn, gefist kostur á að sleppa burt. a® er deginum ljósara". Jíann sneri sér á hæl og gekk til Jim °chrane. tr. >Skugginn?“ sagði hann. „Ha! ég eysti mér til að ráða við tuttugu svona annga. j>ag værj ]ejkur fyrir mig“. n _ ndlit Skuggans varð ofurlítið gulleit- ,^a við ag heyra þetta háð. Það hafði ver- mesta kvalræði að heyra ásakanir Sylv- H E íu. Allar vonir um að vinna hug hennar vorru nú dauðar, og svo var hann neydd- ur til að standa hér og láta sem ekkert væri um að vera, þótt hjartað ætlaði að springa í brjósti hans. En móðgunin, sem Joe Shriner kastaði að honum, var á tak- mörkum þess, sem hann gat þolað. Eitt augnablik var hann á báðum áttum. Hann gat þrifið skammbyssuna, sent sheriffanum skot á milli augnanna, spark- að í bálið og eyðilagt það um leið og hann stykki fram hjá og á næsta augnabliki náð til hestanna og þeyst burt. En hann hætti við þessar hugsanir með svolitlu andvarpi. Það var betra að halda sig í hópnum og reyna að koma þessum tvífara sínum fyrir kattarnef — Þessum Skugga, sem hann hafði nú eiginlega sjálf- ur vakið upp, og svo hafði þessi óútreikn- anlegi kvenmaður lagt alla sína vinsemd á hann í þokkabót. „Shriner“, sagði hann hægt eins og svar við þeirri móðgun, sem hann hafði orðið fyrir, „ég veit, að þér eruð efldari en menn gerast. En þegar við komum til baka af þessum veiðum, þá skulum við talast við. Við gætum ósköp vel gert út um það núna, en þessa stundina er ég í þjónustu Algie Thomas. Ég gekk í liðið sem heiðarlegur maður, og hann skal fá sönnun fyrir, að svo er. En þegar við höfum lokið þessu af hér, skulum við mætast. Ég þarf að segja yður dálítið, sem ekki skal taka langan tíma“. Það var svo fullkomið sjálfsöriggi í i-ödd Jim Cochrane og stríðnis-gremju- hreimur, að hinir litu meir upp til hans en áður, og sjálfur Joe Shriner hopaði skref til baka. Hugrekki Shriners þekktu allir, og á þeirri móðgun, sem hann hafði sýnt ókunna manninum, fannst þeim full ástæða til, að hann bæðist afsökunar. „Eg hef kannske sagt heldur mikið, ég sagði þetta í hugsunarleysi, Cochrane", svaraði Joe Shrirner. ,,Ég bið afsökunar, ^MILISBLAÐIÐ 197

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.