Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 16
ykkur, að það er ekki neitt til, sem hann
ekki þorir — honum þykir gaman að
leggja lífið í hættu. Takið hann! Hvers
vegna takið þið hann ekki?
Orð hennar og útlit hafði enn svo mikil
áhrif, að þeir, sem nnæstir stóðu, færðu
sig til, svo þeir ættu hægara með að taka
hann, ef hann skyldi reyna að flýja. En
Jim Cochrane var ekki flótti í huga. Hann
tók rólegur hattinn ofan og gekk fram í
bjarmann frá bálinu; þar sneri hann sér
að ungu stúlkunni og heilsaði henni kurt-
eislega.
„Ungfrú“, sagði hann með óraskandi
ró; og í augnaráði hans var ekki hægt
að sjá hina minnstu geðshræringu. „Eg er
ókunnugur hér í héraðinu, það er sjálf-
sagt þess vegna, að þér takið mig fyrir
annan. Ég veit ekki, en það getur verið,
að ég líkist Skugganum — ef svo er, þyk-
ir mér það miður. En ef þér horfið betur
á mig, munðuð þér áreiðanlega sjá, að yð-
ur skjátlast“.
Hann stóð grafkyrr og rólegur, þessi
framkoma hans kom Sylvíu næstum til að
súpa hveljur.
„Ég hef ör hérna megin á höfðinu“,
sagði hann. „Það eitt er næg sönnun þess,
að ég er Jim. Cochrane, en ekki Skugginn".
„Já — en hverrnig hafið þér fengið
þetta ör?“ spurði hún.
„Það fékk ég, þegar ég var lítill
drengur. Ég datt á gaddavír og hlaut af
því mikið svöðusár“
„Það er ekki rétt“, sagði Sylvía. „Þetta
ör er af skoti, sem Harvey Conby skaut
á yður. Þér hafið sjálfur sagt mér það.
Þér vitið það vel. Hans kúla snerti yður
svona, en yðar kúla fór í gegnum hjartað
á honum“.
Svörin og spurningarnar gengu svo
ört, að hópurinn færði sig nær. Aðeins
Joe Shriner ómakaði sig ekki við að hlusta
á, hvað þeir sögðu. Hann spígsporaði í
kring og bölvaði mönnum fyrir að hlusta a
slíka þvælu.
„Getið þi ðekki séð asnamir ykkar, að
hún hefur veri ðsend hingað til að slá ryki
í augun á ykkur. Það er þess vegna sem
hún lætur svona. Hún kemur bara og seg-
ir, að einn af okkur sé Skugginn — eng'
inn hefur séð andlit hans nema hún, ef
það er annar en sá, sem framdi innnbrot-
ið í Carlton. En ég segi ykkur satt, að
það var Skugginn og enginn annar. Lát-
ið þið ykkur kannske detta í hug, að það
geri nokkur annar?“
Röksemd Joe Shriners þótti trúlegri en
Sylvíu. Hún sá, hvernig þeir hristu höf'
«ðin við því, sem hún sagði, en ekki rask-
aðist ró Jim Cochrane meðan á þessu stóð
eitt augnablik.
„Ég man vel, er Harvey Conby vai’
myrtur“, sagði Algie Thomas sheriffí-
„Hann hleypti einu sinni af, og Harveí
var besta skytta, sem ég hef þekkt. Og
ef ég þekki rétt, hefur skotið ekki farið
langt frá Skugganum.“
Hann gekk nær og leit á örið, það
var langt ör, sem náði alveg yfir höfuðið-
„Mér sýnist það nú heldur breitt til
þess að það geti verið eftir gaddavíi’*1’
sagði Algie Thomas.
Ef Algie hugsaði þetta í alvöru, seri
hann sagði, þá var tími til þess kominn
fyrir hina að gera það líka. Enginn hrish
heldur höfuðið, allir virtust hugsa þetta
nánar.
„Já það er líka sæmilega breitt“, sagÓJ
Jim Cochrane og brosti við. „En ég sk^
segja ykkur, af hverju það er. Það hljóP
bólga í sárið, og það hljóp ógurlega upP;
Læknirinn varð að skera í það, og það le$
meira en mánuður, þangað til það va>
sæmilega gróið“.
„Hvar voruð þér þá?“ spurði Algie.
„Ég var í Caluon“.
„Caluon? Það er yfirgefinnn bær“.
196
H E I M I L I S B L A Ð I V