Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 12

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 12
Þvert um geð Framhaldssaga eftir Albert M. Tryencr ,,Hvers vegna fóruð þér með okkur hing- að?“ spurði Jay allt í einu. ,,Ég hafði ekki minnst uhugmynd um, að Barboza hefði lagt óðalið undir sig.“ „Ég trúi því. En hvers vegna?“ „Tilætlun mín var að sleppa ykkur úr hérna — annað ekki.“ „Án þess að krefjast lausnarfjár?" „Það er allt úr Barboza þetta með lausn- arféð — ekkert frá mér. Hvað þýða fimm- tán þúsund pesos?“ „Fjölskylda mín er illa fjáð,“ sagði Jay. „Hún hefði aldrei getað greitt svo mikla peninga. Þér hefðuð aldrei losnað við mig með því móti, da Luz.“ „Það var nú einmitt það, sem ég var hræddur um,“ svaraði Curzon. Hann klappaði Apache, stóð á fætur og horfði á Jay með stríðnislegu brosi. Hann hafði í eitt skipti fyrir öll tekið sína ákvörðun og vissi nú, hvernig hann átti að hegða sér gagnvart henni. Hún hafði verðskuldað það — og hann gerði það af eis konar varnarástæðum gegn sjálfum sér o gþeim tilfinningum, sem hann reyndi með öllu móti að bæla niður. Svo bætti hann við: „Það væri sannarlega fimmtán þúsund pesos virði að geta losnað við yður. Ég fór með ykkur báðar hingað til þess að hleypa yður úr við hliðið á óðalssetri Garza Am- ors í þeirri von, að þið kæmuð aldrei fram- ar fyrir mín augu.“ Hann heyrði hneykslaða rödd fyrir aft- an sig, sem sagði: ,,0-oh, þetta var ekki fallega sagt. Þetta hljómaði mjög ókui'- teislega!“ „Enginn skyldi krefjast þess, að R'Þ’ da Luz segði kurteisleg orð, Hermína, sagði Jay. Hún reyndi að segja þetta hkeJ' andi, en þegar augu hennar mættu augna- ráði hans, færðist roði um vanga hennai’- 1 fyrsta skipti sá Curzon Jay Coulter vand' ræðalega. „Hann er — ég meina, við ge^' um þó verið ánægðar yfir því, að okkui er ekki haldið sem föngum, til þess að krefjast lausnarfjár fyrir okkur,“ sagð1 hún svo í einhverju fáti. „Ég vona aðeins,“ sagði Curzon, „að við getum haldið áfram að leika á þá. Þoi’P' ararnir hans Barboza munu sennilega ekk'i telja sig örugga hérna og krefjast þesS’ að þeir fái að fara héðan með ránsfeng sinn. Það getur einnig átt sér stað, að Coi’" cuera rekist hingað, og hafi svo mikið með sér af hermönnum, að hann geti ráðist a þá. Eins og sakir standa getum við ekk' annað gert en synda svona milli skers og báru og gera allt, sem við getum til ÞesS að halda friðinn.“ „Ég hélt ekki, að yður langaði svonu mikið til að fá hermennina hingað,“ sagð1 Hermína háðslega. „Mér stendur algerlega á sama um hei' mennina og allt mögulegt annað en þ1® og vinkonu þína,“ sagði Curzon hvasst- „Ég vil aðeins vita, hvort ég má treysh1 ykkur, og hvort þið viljið hjálpa mér eða réttara sagt sjálfum ykkur.“ Hann sneri sér við og leit af tilviljun framan í Jay Coulter. Hún stóð kyrr og HEIM ILISBLAÐl^ 48

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.