Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 19

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 19
Curzon með grimddarlegn augnaráði. Eitt augnablik leit út fyrir, að hann mundi verða gripinn af einu af hinum hræðilegu veiðiköstum sínum, en svo breytti hann 11 tu svip og brosti undirförulslega. „Það er hyggilegt af þér, að taka ekki aUt of ótvírætt til orða,“ sagði hann. „Það Sseti hæglega einhver komið og stolið fal- le&a fuglinum þínum frá þér“. Curzon hafði dregið hinn hárbeitta hníf sinn úr belti sínu til að skera bita af fas- ana handa Hermínu. Hann greip svo fast Utti hnífskeftið með höndinni, að hnúarnir hvítnuðu, en annars lét hann sem hann hefði ekki heyrt þessi orð Barboza. Barboza studdi hinum þunga olnboga sínum á borðið og horfði fleðulega á Jay. „Hvað mundir þú segja við því, ef þér V0eri stolið, litla vina?“ sagði hann. Djúpur roði, sem breiddist yfir andlit Ungu stúlkunnar, gaf greinilega til kynna viðbjóð hennar. Þegar henni að lokum ^ókst að koma upp nokkru orði, titraði vödd hennar vegna hinnar innibyrgðu gi'emju. >,Mér hefur einu sinni verið stolið,“ svar- aði hún, „og mér geðjast ekki á nokkurn hátt að því.“ Ræninginn ætlaði að halda áfram sam- Cdinu um þetta efni, en í þessum svifum var borið til hans fat, sem á var gríðar- stór, steikt kalkúnhæna. Hann varð svo heillaður af þessari sýn, að hann bandaði uPp höndunum af hrifningu og gaf þjón- ustustúlkunni merki um, að hún skyldi Setja fatið fyrir framan hann. „Dásamleg sjón!“ sagði hann. „En —“ bætti hann við og sneri sér með hinu við- •>.ióðslega brosi sínu að ungu stúlkunni, „ég Se annað, sem er miklu dásamlegra!" Hann rak upp hrottalegan hlátur og dró upp l^ngan hníf frá belti sínu. „Ég fyllti hana M koníaki, þangað til hún dansaði sig óauða,“ sagði hann. „Augu yðar munu ^afa sömu áhrif á mig, ef ég gæti mín heimilisblaðið ekki.“ Hann tók að rista fyrir á kalkún- hænunni. „Viljið þér fá bitann næst brjóst- beininu?“ spurði hann. Jay kinkaði kolli hjálparvana. Hún treysti ekki röddu sjálfrar sín. „Senora da Luz langar í bita af hvíta kjötinu," skaut Curzon inn með hvassri röddu, í von um að geta dregið athygli ræningjans frá Jay. „Nei, nei!“ sagði Hermína með hálf- kæfðri röddu. „Ég hef ekki lyst á neinu.“ „Þá verður þú að minnsta kosti að láta svo sem þú borðir,“ sagði Curzon lágt. Barboza beygði sig yfir diskinn hjá Jay og gaf engum öðrum gaum. „Ég gæti gefið þér kalkúnssteik á hverj- um degi vikunnar, eða hvað annað lostæti, sem þú kynnir að óska þér,“ sagði hann með mjög smeðjulegri röddu. Jay leit á Curzon með flóttalegu augna- ráði, en hann svaraði því, án þess að svip- brigði sæust á honum, með því að hrista höfuðið lítið eitt. Hann sjálfur leið allar kvalir vítis við þá tilhugsun, að Jay Coulter skyldi verða að þola andstyggilega ást- leitni ræningjans, án þess sjálfur að geta hjálpað henni. Þetta var óbærilegt eins og það var, en það gat orðið þúsund sinnum verra. I bráðina lét Barboza sér nægja að segja klunnaleg hrósyrði við hina fögru borðdömu sína, og meðan hann hélt sér að öðru leyti nokkurnveginn í skefjum, gat Curzon ekki skipt sér af neinu, hversu mikið sem hann langaði til þess. Þau vógu salt á brún hyldýpisins, og hin minnstu mistök gátu orsakað tortíminguna. Fas Jay stirðnaði, þegar hún sá svipinn á Curzon, og kuldalegt bros var á andliti hennar, þegar hún sneri sér að Barboza. „Mér þykir það mjög leitt,“ sagði hún með allri þeirri stillingu, sem hún gat lagt í röddu sína, „en mig langar ekki í kalk- únshænu — né nokkuð annað sem á borð- um er.“ 55

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.