Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 26

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 26
una og þrýsta henni að sér. Hún varð í hans augum dularfyllri og dularfyllri með hverri stundinni, sem leið. Hann skildi ekki, hvað orsakað hafði þessa breytingu í framkomu hennar gagnvart honum. Hann vissi aðeins, að hún gerði sitt ýtrasta til að styrkja o ghjálpa honum, án þess að hugsa um það, að með því stofnaði hún lífi sjálfrar sín í hættuu. Framkoma henn- ar í salnm, þegar atburðirnir fóru að verða örir, var blátt áfram dásamleg, og með hinu einbeitnislega framtaki sínu hafði hún sýnt snarræði og hugrekki, sem marg- ur karlmaður hefði mátt blygðast sín fyr- ir. Curzon fann þetta fremur en hann hugs- aði það. Hann átti nóg með að velta því fyrir sér, hvað nú skyldi gera. Nú reið á að vera snar í snúningum. Að dæma eftir ó- hljóðunum neðan úr salnum voru ræningj- arnir nú að ryðjast upp stigann. Þeir fyrstu voru þegar komnir upp, þeir höm- uðust á huurðinni og öskr-uðu hin hræði- legustu ógnunarorð. Curzon greip í handlegginn á Jay og leiddi hana með sér eftir ganginum. Við fyrstu beygjuna voru þau nærri dottin uum Herminíu. Á flóttanum hafði Mexicó-stúlkan látið bugast af ótta sínum og sífelldri taugaæs- ingu. Nú lá hún endilöng á gölfinu og við hliðina á henni stóð hinn tryggi Apache, reiðubúinn í bardaga og hárin rísandi á hryggnum. Hvítu munnhárin hans voru blóðug eftir árásina á nef Barboza og hann urraði lágt og reiðilega og fetti upp á trýn- ið, svo að sá í litlu, en sílhvössu tennurnar. Curzon ýtti honum til hliðar og laut nið- ur yfir Herminíu. ,,Hvað genguur að?“ Unga stúlkan stundi og hristi sitt svart- hærða höfuð. „Það gengur ekkert að henni — hún er aðeins máttlaus af hræðslu". Jay ýti Curzon til hliðar, tók í Hermin- íu og reisti hana á fætur. Hún hristi hana duglega. “Hertu upp hugann, Henninía! Stattu á fætur! Þú getur ekki verið þekkt fyrir að hefða þér svona. Ef þú vogar að detta aftur, ef þú lætur þig svima eða tek- ur upp á einhverju þvílíku ámóta heimsku- legu, þá fleygi ég þér niður til þessara o- freskja. Hefurðu skilið þetta?“ „Já, já —“ kjökraði Herminíá. „Ég skal gæta mín — hjálpið þið mér bara —- Þ^ megið ekki skilja mig eina eftir — —•* „Það lætur enginn sér detta í hug, að skilja þið eina eftir, ef þú hættir þessu væli undir eins!“ svaraði Jay Coulter hörkulega. „Komið hérna og hjálpið mér, bætti hún við og sneri sér að Curzon. Hún tók sjálf með ekki allt of mjúku taki undii' annan handlegg ungu stúlkunnar. Á þenna hátt leiddu þau hana eftir ganginum. Fyrir enda hans var gluggi, sem stóð opinn og engar járnstengur voru fyrir. Nóttin var þögul og laða tunglskin. Fyi'- ir neðan sáu þau litlar veggsvalir og legnra buurtu garðinn með hinuum breiðu og reglulegu mannvirkjum, flísalögðum gang- stéttum og skipulegum trjáþyrpingum ug runnuum, sem allt virtist einkennilega ó- raunverulegt í skygnduum ljóma nætur- innar. Að baki sér, í hinum enda gangs- ins, heyrðu þau þungar drunur og rugl- ingslegan, ffjarlægan hávaða margra radda. Ræningjarnir voru að reyna að brjóta upp hurðina og enn þá hafði eng- inn þeirra komið í ljós niðri í garðinum. Framhald- 62 HEIMIL ISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.