Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 36

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 36
Dag nokkurn, þegar Kalli og Palli eru í gönguferð, finna þeir veika slöngu, sem ekki getur hreyft sig. En hún er of þung fyrir þá aö bera, en samt verður að koma henni til Marabús læknis. Hvað skal gera? En eins og þið sjáið finna þeir ráð til að koma herini cil læknisins. En erfitt var það. Og ef ykkur langai' að vita það, þá læknaði Marabú hina sjúku slöngu, svo að nú er hún frísk og hress aftur. „Heyrið, langleggir," segir Kalli við storkana. ,,Þið vitið að við Palli kunnum ósköpin öll, en við kunnum bara ekki að fljúga. Viljið þið nú ekki lofa okkur að vera með í einni flugferð ykkar?" Jú, storkarnir sam- þykktu það og sögðu þeim að grípa um löngu rauðu fótleggina sína, þegar þeir hæfu sig á loft næst. Það var gaman að svífa svona um loftin blá og virða jörðina fyrir sér. Petta urðu hin dýrin líka að fá reyna, svo það urðu miklir flutningar í loftinu. En Maren flóðhestur og Jambó gátu ekki tekið þátt ' þessu, því storkarnir gátu ekki borið þá á fluginu.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.