Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 13
þar mannlegum líkama, til aö i'ræða og í'relsa. Og
það munum við skilja betur af því að sá atburður
hrærir skylda strengi í hjörtum okkar. Ósjálfrátt
verður barnið Jesús okkur nær, vegna þess að
þar er hátign og heilagleiki Guðs íklætt mannlegri
bernsku og veikleika, eins og alt gott og hreint
sem til er í okkur er veikt sem barn í reifum.
Frelsarinn Jesús Kristur er okkur sumum fjarlæg-
ari en barnið í jötunni; þvi þar er hann sem full-
vaxta og alger opinberun Guðs, sem við eigum
svo óendanlega langt í land með að skilja eða
nálgast. Pað er næsta skiljanlegt, þó að sumum
verði að standa álengdar frá honum, og treystist
naumast að hræra við skikkjufaldi hans, einmitt
vegna syndameðvitundar sinnar, en fyrir Jesú-
barninu, sem í guðlegum kærleika brosir við öll-
um brestum veikra manna, og býður þeim hjálp
og lækningu, geta allir beygt kné í lotningu og
auðmýkt.
Allir tímar eru vel fallnir lil bænar, en engin
stund þó betur en jólanóttin, því að þá hljóta hjörtu
okkar að vera snortin þeim lilíinningum sem leggja
okkur bænirnar á tungu. En sú bæn, sem fyrst á
að stíga til himins á þessu kvöldi, á að vera inni-
leg þakkarbæn til föðursins, fyrir þá náð er hann
auðsýndi allri jörðu, og lil Jesú-barnsins, sem kom
úr dýrð himnanna, til þess að lifa hér fátækur og
11