Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 14
einmana, ofsóttur og misskilinn, svo hann gæti
fært mönnunum þann fagnaðarboðskap, að þeir
væru guðs börn. í kvöld er lilið himnanna opnað
öllnm þeim, sem þangað vilja leita í andanum, til
þess að taka þátt í gleðisöng englanna, er þeir
róma að nýju dýrð Guðs, sem forðum á Betle-
hemsvöllum. Og í kvöld ælti hver sál á jörðu að
hiðja þess, að Guð faðir hjálpaði þeim til að
varðveita harnshjartað, varðveita í þeim guðs-
harnið óílekkað, með trausti þess, saldeysi og
áhyggjuleysi, í þeirri trú, sem jólabarnið opin-
heraði á jörðu, svo hún geti af alhug glaðst yfir
jólagjöfinni dýru, og skilið hvílíkan kærleika faðir-
inn hefur oss auðsýnt, að við skulum guðs börn
kallast.
Bjóðum svo í guðs nafni hver öðrum gleðileg
jól, í Jesú nafni.
Friðrik J. Rafns.