Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 39

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 39
Mannkynið hefur aldrei verið leiðtogalausí i trúarefnum og verður það vonandi aldrei, á meðan það þarfnast andlegra leiðtoga. f*eir hafa komið hver á eftir öðrum þegar hnignun hefur verið komin í hið andlega líf þjóðanna og trúarhug- myndir manna orðnar áhrifalausar og á reiki. Þá er sem leiðarljós þau, er þeir hafa fengið þjóðunum, hafi því nær sloknað. — Það mælli líkja framsókn mannkynsins við ár- þúsundaleið gegnum myrkvið vanþekkingar og sjálfselsku. Og þar myndi hver maður hafa farið villur vegar, ef birlan, sem hefur lagt af kenningum trúarleiðtoganna, hefði ekki gert þjóð- unum nokkurn veginn ratljóst. Þess vegna getur koma hvers trúarleiðloga talist með hinum mikilvægustu atburðum, sem hafa orðið með mannkyninu. Undanfarna áratugi hefur ef til vill verið víða dimmara yfir trúarheiminum en dæmi eru til, en nú er eins og tekið sé að birta, andlegt líf er farið að gera vart við sig á ýmsum sviðum. ()g ætli það sé ekki, þegar á alt er litið, vissasli fyrirhoði komu trúarleiðlogans, að sínu leyli eins og aftureldingin er undanfari og fyrirhoði sólarupp- komunnar? Sig. Kristófer Pélnrsson. 37

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.