Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 72

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 72
Munum vér þekkja hann? Helgiritin fræða oss um komu trúarleiðtoganna, en þau ræða um hana i líkingum og eru þess vegna oft myrkari í máli en æskilegt er, enda hafa þau reynzt ónóg til þess að undir- húa komu þeirra, eða koma mönnum í skilning um, hvernig hún muni verða. Reynzlan sýnir, að vér getum ekki fyllilega treyst þeim í þessum efnum. En vér höfum aðra fræðslulind í þessu tilliti. Vér getum snúið oss til mannkynssögunnar og látið hana fræða oss um komu trúarleiðtoganna á liðnum öld- um. Hún segir oss ekki, að þeir liafi valið sér skýin að vagni né komið á vængjum vindanna, lil þess að hjálpa mannkyn- inu, er það hefur verið statt í andlegri neyð. Síður en svo. Þeir hafa allir komið hógværir og lílillátir, komið sem um- ferðaprédikarar. Þeir hafa gengið í kring og gert gott og kent hvar sem þeir liafa komið. Og jafnvel þótt þeir hafi komið til þess að stofna nýjan sið eða átrúnað, þá hefur fæstum sam- tíðarmönnum þeirra verið það ljósl, að þar væri um verulegan trúarbragðahöfund að ræða. Andstæðingar þeirra munu flestir hafa skoðað þá sem villitrúarmenn eða trúarvingla. Hins vegar munu fiestir fylgismenn þeirra liafa skoðað þá miklu fremur sem siðbótamenn, enda gela þeir í raun og veru heitið það, jafnvel þótt þeir beri langt af þeim mönnum, sem vér nefnum 70

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.