Heimir - 01.05.1905, Side 12

Heimir - 01.05.1905, Side 12
H E I M I R 10S þiö, hver muni það." Fjalleyjunni erum vér allir ásáttir að helga einn dag,— að eins vantar eininguna til þess, að allir getí komió sér saman um daginn. „Apinn setti upp gleraugu og snýtti sér"— já, allir muna þessa sögu um kettina og apann. Ekki samt svo að skilja, að eftirsóknarvert sé, að hver rriaður verði eins og Erlendur Hallelúja, sem allt af sagði, í livert sinn og presturinn talaði: „Já, það er satt, sem blessaður presturinn * okkar segir núna."....... „Eg veit ei af hverskonar völdum. ." Sólin er aftur horfin á bak við loöólpuna gráu niður við sjón- deildarhringinn. Hvort mun hún byrgja auglit sitt fyrir dagsins heimskupörum, eða geymir hún geisladýrð sína öðrum verðugri stað? Lítt mun það sennilegt, en fegri á hún nú samt kvöld- göngurnar norður í höfunum yfir og kring um fjalleyna grœnu og góðu..... Norðanstormurinn þýtur kaldranalega og feykir með sér regnslitringnum. Púðurhvellirnir hækka og fjölga á strætunum. Þeir berast með fórnarilminum —svælunni— upp í hásal hinna voldugu drottna, og leita þar velþóknunar og frið- þægingar. VI. Nóttin er komin,----„in þýðlynda, þrúðhelga, þagmælska nótt." Hún breiðir líknarblæju fyrir hiö dagþrevtta auga, bind- ur skýlu fyrir forvitnisásjónu njósnarans og dregur vængjaðan draumaham yfir hina leitandi mannssál og opnar henni víðlend- an heim hugsjóna, ýmist bjartan og dýrðlegan eða klökkvandi dapran og drungalegan........ Dagurinn er þá liðinn. Og hver er árangurinn ? Ja, spyrjið þá, sem hans hafa notið á tilætlaö- an veg.-- Vindurinn er þagnaður, eins og hann hefði hlaupið í felur og skammast sín fyrir samverknað við mennina. Að eins púðursprengingarnar halda óslitið áfram. Þær sýna ljóslega hið * andlega þroskaskeið og fjölhæfni uppvaxandi kynslóðarinnar í þessu menningarinnar risalandi................... Viðar.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.