Heimir - 01.05.1905, Side 17

Heimir - 01.05.1905, Side 17
H E I M I R "3 II. Mér féll heldur illa viö vinnuna á járnbrautinni fyrst í stað. En svo er það fátt, sem maður venst ekki við. Þegar eg var búinn að vinna tvo til þrjá mánuði, þá var eg orðinn svo vanur við rekuna og mölina, að eg fann ekki lengur til leiðinda og óá- nægju. Eg gat þá gaufað og mokaö allan liðlangan daginn, hálfboginn með kreptar hendurnar utan um rekuskaftið. Yfir höfuð vissi eg ekkert annað, en eg var kominn til Ameríku, var þar einmana einstæðingur innan um marga tugi af illa vöndum inönnum frá öllum löndum, sem krossbölvuöu öllu, í jörðu og á, frá því þeir tóku opin augun á morgnana og þangað til þeir sofn- uðu á kvöldin. Þeir töluðu aldrei um nokkurt það málefni eða hluti, sem lýsti því, að þeir hugsuðu nokkuð eða hefðu þekkingu á einu eða öðru, nema moka, moka grjótmöl og sandi. Á því var engin umbreyting né umbreytingarskuggi. Fyrsta mánuð- inn var eg meö íslenzkum verkstjóra, sem hafði um 30 Islend- inga í mokstri. Eg þóttist meira en lítið heppinn, mállaus og veikur eftix ferðina, að vera með þeim. Margir af okkur voru veikir af hinni svo nefndu „sumarveiki", sem svo er nefnd hér í Ameríku, og orsakast af ofraun, vondu neyzluvatni eða slæmu fæði. Verkstjórinn var allra bezti maður, og vildi fara vel með okkur. Hann kom þessvegna brautarfélaginu til að kaupa tvær rauðskjöldóttar kýr, og átti þá heldur en ekki að gæða „landan- um" á kúamjólk, sem Islendingar hafa ætíð mikið uppáhald á. Þetta gekk nú allt ljómandi fyrstu vikuna, þá tók litla Skjalda upp á því, okkur öllum til mikillar sorgar, að ganga fram fyrir flutningslestina og láta hana senda sér sex til átta faðma út af brautinni, skilja þannig við okkur og þetta líf í einu hendings- kasti. Það sló sorg og kvíða yfir okkur, að missa litlu Skjöldu, því hún var miklu betri mjólkurkýr en stóra Skjalda. En við máttum sitja með skaðann. Gamall landi af Vesturlandi var í þessum hóp. Hann var latur og kenjóttur og illa dæll. Hann hafði komist af hreppsnáð vestur um haf. Hann sótti um, að mjólka kýrnar, þegar þær komu til sögunnar, og náði því em- bætti, en hann var aldrei skemur að mjólka hverja kú en heilan klukkutíma, og venjulega vorum við farnir að moka áður en karlinn kom með mjólkina. Eftir fráfall litlu Skjöldu fór fyrir

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.