Heimir - 01.05.1905, Page 19

Heimir - 01.05.1905, Page 19
H E I M I R ii5 nema—ja, nema þessir, sem skreppa suöur fyrir „lfnuna", ef þeim verður í vangá á, aö hafa hönd á fleiru, en þeir eiga eign- arrétt á. Það litla, sem eg heyröi talað um á þessari sýningu, sem ögn af viti talað, var um kýr og nautgripi. Það voru ósköpin öll töluð um einhverja „Greenway’s kynbótanautgripi". Eg þekkti ekkert inn á það. En eg heyrði margt hjartaskerandi aðdáunarhróp um þá mælt, og sálir með klökkum róin og fjálg- leika nefna þetta Greenway’s nafn. Hann var nefndur frá Crystal City, en ekki frá Nazareth, og ekki konungur Gyðinga, heldur „Erelsari" Manitoba— Aíanitoba-fylkis. Þær voru líka frelsaralegar, nautasýningarnar hans Greenway’s, eftir því sem sagan ber vitni um. —- - [Framhald í næsta blaði] Til Unitaraþingsins í Boston. Þótt farin sé ferð með eimlest í hundrað mflna fjarlægð, þá eru það að eins örfáir, sem fengið geta sig til, að gjöra rnikið mál útaf slíku. Og þeir eru enn færri, sem spunnið geta heila fyrirlestra eða ferðabækur út af jafn efnislitlu atviki. Það er að eins þegar þráin og löngunin er svo rík hjá manninum sjálfum, aö tala um sjálfan sig, rétta þessum lúkufylli og hinum hnefa- fylli Uf sjálfslofi og blygðunarlausum drýgindum,- að sál hans „útevs sér í vndislegum lofsöng", ef skotist er út fyrir heima- hagann, því meö ferðinni er tilefnið fengið, leyfið til að tala, tappinn dreginn úr leggnum, og andanum, „þaim unholdans", geíið fullt ráðrúm urn stund. Sjaldnast er viðstaðan svo löng á hverjum stað,aö hægt sé með nokkurri vissu aö segja frá, hversu þar sé högum háttað. Sé það ekki hægt. verður ferðasagan lítið ineira en vindstroka sein fylgir í kjölfari lestarinnar, sem farið er með. Eg ætla því ekki að þyngja Heiini með ferðasögu. —

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.