Heimir - 01.11.1905, Page 7

Heimir - 01.11.1905, Page 7
H E I M I R 255 og nefni eg þá Friðrik keisara annan frá Sikiley, þann fjölfróÖ- asta, sannmentaöasta þjóðhöföingja, er allar miöaldirnar augum litu, og nefni eg þá Bruno, Spinoza, Kepler, Galileo og Kant, þá frægustu fræöimenn og skólameistara allrar Noröurálfunnar. Socini, Channing og Priestley,-— þeirra nöfn þekkja allir,— þá manndómsfylstu og kærleiksríkustu menn, er vorar seinni aldir hafa séö. Darwin hinn ógleymanlega, og nútíöarskáldin Ibsen, Björnson og Matth. Jochumson. Og meö leyfi vil eg svo nefna nokkra hina svo nefndu heiðingja, er kendu Unitaratrú, áöur en þaö nafn varö til. Plato, Sókrates, Markús Arelíus, — þeir menn gnæfa eins og himinhá fjöll yfir allar aldirnar, svo aö í skugga þeirra viröist alt annaö smátt og einskis vert, cr s.'öan hefir skeð ofan aö síðustu tfmum. Unitarisinus er ákveöin skoöun, trúarsannfæring heimsins göfugustu og beztu manna. Hún hefir uppbygt milljónir sálna, frelsaö þær og upplyft þeim, svo þær hafa koinist úr inargra alda ánauö og getað hleypt bergmáli gleöisöngva á stað, er gengið hefir í bylgjum margsinnis yfir þenna hnött. „Velþókn- un yfir mönnum." „Guös eilífi friöur og blessan", „á vængjuin friöarboöans sungiö inn í sálu þeirra, er bundnir bíöa, á ný góð tíöindi og gleöiboðskap." Og það hefir fylgt henni máttur og veldi, er ekkert hefir getað mótstaðið, eins og öllu því, er hefir það hvorttveggja sér til ágætis, að vera bæöi hjartans innsta sannfæring og sannleikur. Hún hefir bygt þekkingu og námi griðastaöi innan hleypidóma og fávisku, bygt þúsundir kyrkna, mörg þúsundsinnum veglegri en nú sjáum vér, og hún á eftir aö byggja þúsundir fleiri enn veglegri, en auga hefir séð. Hún á eftir að tengja lönd við lönd og hönd í hönd hinna fjarlægustu þjóöa. Hún er trú skáldsins og vísindamannsins, í Ijósi hennar skoðar hann þenna heim og allan þann undra her ótal heima, og auga hans mætir altaf nýr og nýr sannleikur.nýr og nýr sátt- máli mannheims við hinn eilífa heitn, nýr og nýr vegur og ein- ing í guöi. Og í skjóli hennar syngur skáldið sín frjálsustu ljóð, sinn fegursta óð, er flytur á burtu sorgir og söknuð, kvíða og ó- blessun hins banþreytta og lífsleiða mannkyns. Þaðan hefir

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.