Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 2

Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 2
14Ó HEIMIR væru ekki látnir heimsækja háskólana nema undir sérstökum kringumstæðum; að þeir læsu ekki blöð og tímarit nema meö biskups leyíi. Ef nokkur klerkur ekki sýnir yfirmönnuin sínum skilyrðislausa hlýðni, skal svifta hann embætti tafarlaust. Enginn klerkur skal halda fyrirlestur um nokkurt malefni án þess fyrst að fá leyfi hjá biskupi sínum; ekki heldur má hann ganga í neinn félagsskap, sem ekki er undir stjórn biskupsins, án þess að fá leyfi hans til þess. Með þessum og þvílíkum meðulum hyggst Leo að halda uppi hinu mikla páfavaldi. En þrátt fyrir allan þennan and- vara og alla þessa varkárni tekst honuin þó ekki að koma í veg fyrir það að hér og þar sé brugðið upp ljósi sannleikans, og að við það ljós sjáist fúablettirnir og sorpið í skotunum, sem gjörir hina miklu, fornu byggingu óheilnæman og hættulegan bústað fyrir mannanna börn, nema því aöeins, að úr henni sé rifið þaö fúna og rotna, og hreinsað burt það óhreina og óholla. Þetta hyggjast hinir sönnu vinir kyrkjunnar, og um leið vinir sannleik- ans og frelsisins, modernistarnir að gjöra. En eftir að hafa skoðað ástand kyrkjunnar og stefnu hins núverandi páfa, hvers megum vér þá vænta frá umbótatilraunum innan kyrkjunnar? Eg ætla að láta einn af klerkum kyrkjunnar sjálfrar svara fyrir mig. Abbé A. Houtin, frá París (sein minnst hefir verið á hérað framan) lagði fyrir sig þessa spurningu og reyndi að svara henni í ræðu,er hann hélt á hinu fjórða alþjóðaþingi Únítara og annara frjálstrúarmanna, er haldið var í Boston, haustið 1907. Ræðuna kallar hann: “The Crisis in the Roman Catholic Church.” Niðurlag hennar er á þessa leið: Rómverska kyrkjan hefir lifað gegnum mikla hættutíma; á fimtándu öldinni, þegar skynsemin setti sig upp á móti kynja- söguin og hjátrú miðaldanna; gegnum deista hreyfinguna á átjándu öldinni, þegar vísindin höfðu vaknað til lífs og menn fóru að skynja lögmál náttúrunnar. En þessir hættutímar snertu aðeins fáa af hinum bezt mentuðu mönnum. Orþódox kristin- dómur hafði enn mjög mikið vald. Kyrkjan gat ennþá ráðið fyrir skynseminni sem enn var fátæklega vopnum búin. Á þessum tíma getur páfavaldið ekki lengur komið í veg fyrir prentfrelsi.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.