Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 8
152
HEIM I R
grufli, stjörnuspeki og öðru þessháttar. Var þaö sérstaklega
vegna áhrifa frá konu einni, ungfrú Klettenburg, sem hann
komst í kynni við er hann kom heim frá Leipzig. En jafnframt
því gaf hann sig við vísindum, einkum efnafræði, og orti tals-
vert.
Eftir hálfs annars árs dvöl heima var hann kominn til svo
góðrar heilsu að hann gat haldið áfram við námið. Hann var
nú sendur til háskólans í Strassburg, og þar byrjaði hann í
alvöru á laganáminu. Þaðan útskrifaðist hann með doktors-
nafnbót. Efnið í doktors ritgerð hans var : “Löggjafinn hefir
eigi aðeins rétt, heldur er skyldugur til að fyrirskipa trúarbragð-
arlegt fyrirkornulag, sem bæði leikmenn og prestar verða að
halda sér við, hvaða skoðanir sem þeir kunna að hafa á því.”
Einisvalið ber að vísu ekki vott um mikið frjálslyndi frá nútíð-
ar sjónarmiði skoðað, en þess ber að gæta, að þá var skoðana-
réttur einstaklingsins í trúmálum viðurkendur af injög fáum.
Á meðan Goethe var í Strassburg byrjaði hann á nokkrurn
hinna stærri skáldverka sinna, t.d. Faust, Götz von Berlichingen
og fieirum. Sum þeirra lauk hann eigi við fyr en löngu síðar.
Trúarskoðanir hans tóku alliniklum breytingum utn þessar
rnundir. Hann las biblíuna með athygli og sannfærðist um, að
hún væri ekki ein heild, heldur samsafn af rnörgum ólíkum
ritum, er hefðu orðið til undir mjög mismunandi kringumstæð-
um. Hann áleit að hún yrði að gagnrýnast og að þýðingar-
laust væri að reyna að samrýma allar mótsagnir hennar. Þessi
skoðun Goethes, sem þá var skoðun mjög fárra, sýnir hversu
framarlega hann stóð, strax á unga aldri, í myndum nýrra og
frjálslegra skoðana. Hann gaf út, undir dularnafni, tvo bæk-
linga, sem höfðu niðurstöðuna af bibiíurannsólcn hans inni að
halda.
Urn þetta leyti komst Goethe í ástaræfintýri, sem jafnan
hefir ollað honum mikils álass frá þeim, sem hafa lagt þungan
dóm á kviklyndi hans í þeim efnum. Hanr. kyntist stúlku, sem
b'riðrika Brion hét, prestsdóttir út í sveit skaint frá Strassburg.
Af kvæðum þeim, sem hann orti um hana, má sjá, að hann
hefir unnað henni hugástum; en þó slituaði upp úr kunningskap