Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 22

Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 22
HEIMIR 166 hans þrá. Er það ekki? Hún grúfði sig niður að andliti hennar. I stað þess að svara byrgði dóttirin andlit sitt við barrn hennar. Það leið nokkur stund áður en þær héldu áfrarn. ‘“Þú hafðir þrána; hún var arfur frá honum, og ég hefi aukið hann í þcr. Eg hefi beint huga þíntim að háum markmiðum, göfugum mönnum og konum. Það gerði hann. Eg hefi baðað þig í háfleygum hugsunum eins og hann baðaði sig í náttúrunni sér til svölunar. Eg vissi að ég gerði eins og hann mundi hafa gert, er ég sendi þig í burtu frá mér. En ég þekti sjálf bezt hlífarnar, sem þú hafðir þær voru frá honum. Og þó—Magna!” Dóttirin dió ósjálfrátt að sér hendina, sem hún studdist við móðurina með, og staðnæmdist. Það var eins og hún styddi sig við sjálfa sig. “Já, ég sé það. Það er í þriðja skiftið í dag. Þér finst ég vilja ráðast á þig. Og ég vil ráðast á þig. Það var í samsætinu hjá frænda þínum, þú leizt á migþegar ég gekk að borðinu eins og þú vildir segja. “Mamma, þú ættir að hafa hanskana á höndunum.” Þú skammaðist þín fyrir vinnuhendurnar á mér. “Mamma, mamma!”—Hún huldi andlit sitt og sneri sér undan.” “Eg skal segja þér, barnið mitt, að án þessara vinnandi og stjórnandi handa værir þú ekki það sem þú nú ert. Ef þú hefir lifað í félagsskap, þar sem það er smán fyrir konu að hafa slíkar hendur, þá er það slæmur félagsskapur. í dag hafðirðu nautn af að vera í félagsskapnum,—nauzt þess, eins og þú héldir, að þú sjálf værir orðin eitthvað stórt.” “Nei, mamma! Nei, nei!” “Þú gerðir það! En máske fanstu til samvizkubits af því, eða ótta; það getur verið; ég sem var þar. En nú verður þú að velja. Eg- vildi að þú gerðir það áður eti þú gengir inn í hús föðurs þfns, barnið mitt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.