Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 19

Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 19
HEIMIR 163 skal ég vera þér þakklát fyrir aö þú hefir geyint að segja inér þetta þar til nú! Fyr heföi ég ekki skilið það.” “Vissi ég ekki? Slíkt er ómögulegt að segja börnum eða unglingum. En ég segi nú ekki bara til að segja frá—Hvernig okkur leiö saman, spyrðu. Hugsaðu þér hann fyrst! Hann treysti öðrum, en aðrir skildu hann mjög lítið, Nóg af við- kynningu við fáeina en ekki svo að það veitti honum ánægju. Affeiðingin var, að þegar honum fanst hann finna samhygö hjá öðrum, bar hann svo mikið traust til þeirra, að hann varð hlægi- legur. Væri það í sainsætum, þá drakk hann sig drukkinn eða réttara sagt gerður drukkinn, og mhti taumhald á hinni ögtýri- látu lund sinni. Já þú,—jú, ég ætla að segja þér það.—I sam- kvæini einu gaf stúlka nokkur—hún er nú gift höfuðsmanninum hérna—gaf honum undir fótinn til að skemta hinum. Hún var mjög kát og nokkuð fyndin, hún lét sem hún væri dauð-ástfangin af honum, svo hann fékk aldreinóg af að hlusta á hana og spyrja hana,ogum leið laumaði hún altaf meira víni í glasið hans; hún drakk með hnnum og fékk alla til að drekka með honum.” — “Hamingjan góða, mamma!” “Veiztu hvernig það endaði? I fjósinu. Þeir settu hann inn í fjósið, hann aleinan. Hann fékk slag af reiði,—Það var hún, setn hann sá í gegnum gluggann, þegar hann stóð á ræðu- pallinum. Það var þá sem hann varð alsgáöur.” Móðir og dóttir gengu þegjandi. “Þú vissirekkert um þetta mamma þá? Ekki fyr en seinna?” “Nei. Heföi ég vitað það, þá held ég aö ég hefði gengið til hans, tekið í hendina á honum hjartanlega íyrst þegar ég sá hann.” “Eg líkamamma!” “Eftir sainbúðina við hann hefi ég hugsað svo inargt. Eg held, skal ég segja þér, að stórgáfaðir menn séu svona fullir af trausti og svona óviðráðanlegir. Þess vegna er það svo mikið undir öðru fólki og kringumstæðunum komið, hvernig þeim farnast. En umfram alt undir því komið að þeir fái hjálp frá konu. Þeim farnast eftir því hvernig hjálpin er.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.