Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 6

Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 6
H E I M I R 150 málafærslumaður og kona hans Katrín, fædd Textor. Afi Goethes í föSurætt Friðrik George Goethe haföi komið til Frankfurt sem bláfátækur skraddarasveinn á yngri árum sínum; þar gerðist hann veitingamaöur og græddist fé, svo að hann gat látið son sinn verða góðrar mentunar aðnjótandi. Foreldrar Goethes tilheyrðu heldra fólkinu í Frankfurt, og þess vegna var sjálfsagt að hann fengi alla þá mentun, sem var fáanleg. Bæði foreldri hans voru vel gefin. Faðirinn var alvörumaður og strangur, en móðirin léttlynd og gædd óvenjulega miklu íinynd- unarafli. Goethe segir sjálfur, að hann hafi erft hið ytra útlit sitt og alvöruna frá föður sínum, en lífsgleði Og löngun til að yrkja frá móöur sinni. Goethe var ekki látinn ganga í latínuskóla til undirbúnings undir háskólann; faðir hans bjó hann að nokkru leyti sjálfur undir háskólanám; að nokkru leyti var það gert af kennurum, sem voru fengnir til þess. Þetta hefir efalaust haft nokkra þýðingu fyrir andlegan þroska hans, því æska hans var miklu frjálslegri en annara unglinga, sem mentaveginn gengu, og sem urðu að eyða níu árum, því nær eingöngu í fornmálanám undir mjög ströngum aga. Goethe var ekki námfús á fornmálin, latínu lærði hann allvel, að sagt er, en grísku lítilsháttar. Aftur á móti lærði hann hebresku. sem kom til af því, að þegar hann heyrði Gyðinga tala þýzkublending sinn rak fiann sig á orð, sem hann ekki skildi; hann vildi því læra hebreskuna, og faðir hans fékk rektor latínuskólans í Frankfurt til að kenna honum hana. Með nýju málin gekk honum vel. Foreldrar hans kunnu bæði ítölsku og lærði hann hana til hlýtar af þeim. Frakknesku lærði hann af umgengni við Frakka, er áttu heima í Frankfurt. Þar var frakkneskt leikhús; þangað fór hann oft og lærði langar klausur úr leikritunum, sem hann síðan gat mælt af munni fram með hárréttum framburði án þess að skilja þær. Til að kenna honum ensku var sérstakur kennari fenginn. Auk þessara tungumála var honum kend sönglist og dráttlist. Hann var mjög hneigður til dráttlistar, og ásetti sér með tímanum að verða málari; en þó ekkert yrði af því iðkaði hann dráttlistina alla æfi og nokkrar landslagsmyndir eru til eftir hann.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.