Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 21

Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 21
H E I M I R i^5 “Stórkostlegf. barn. stórkostleg! Og geturöu ímyndaö þér, -—slúöriö um okkur, sérstaklega svíviröilegu nafnlausu bréfin, lítilmenskan- -hún hjálpaöi til þess. Því f hvert sinn, sem hún mætti okkur, leituöum viö betur skjóls hvert hjá öðru. Hann var ekki eins hörundssár í þeiin sökum og ég. Hann skildi þaö fyrst vegna mín. Þeir sem eru leiðtogar þessarar litlu þjóöar í félagslífi heldra fólksins eru ekki afkomendur Norðmanna, heldur innflytjenda. Maöur eins og hann gat aldrei veriö á sömu hillu og þeir. En ég var ein af þeim og af áhrifunum á mig skildi hann. Ef á annaö borö grunur kotnst inn hjá honum, já, þá getur þú ímyndað þér!—Aö upplagi var hann fljótur aö uppgötva. Og þegar hann nú fyrst sá, hvaö ég mátti þola vegna þess aö ég valdi hann,—Já þaö var honum nóg! Hafi nokkur endurgoldiö í þessum heimi, þá geröi hann þaö: Dag og nótt, alt sumariö, alt haustiö, allan veturinn og alt voriö skildum viö ekki. Líf okkar var flótti frá öðrum, en þaö var flótti inn í sælu bústaö. Hann afþakkaði öll heimboö og hafði varla tíina til að tala við þá, sem komu aö finna hann; hann vildi ekki taka á inóti þeim. Hann og ég í stóru stofunum og litlu herbergjunum, hann hjá mér, eöa ég hjá honum. Og á sveitarveginuin, í markaðnum, selinu, á vatninu og ísnum, viö vinnu, mistum aldrei sjónar hvort á ööru, eöa, ef viö skildum, þá var þaö aðeins til að finnast aftur. En því lengur sem viö vorum saman því meiri varö hann. Þaö sem mér fanst mest um vert voru ekki hugsanirnar heldur maöurinn. Aö sjá hreinskilni hans, sem var eins og tær vatns- lind, þaö voru þær dýrðlegustu stundir, sem ég hefi lifaö. Traust hans til mín, eöa hvaö ég á aö kalla það,—það tekur á sig eina mynd; höfuöið hans stóra í keltu minni! Þar lagöi hann þaö oft og sagöi í hvert sinn: hér er gott aö vera.” Og nú lagði dóttirin höfuö sitt í keltu móöurinnar og grét ákaft. Þaö byrjaði aö rigna, þær stóöu upp, þær uröu aö ganj a heim aftur. Litla sainkomuhúsiö viö brautarstööina sýndist fjær í rigningunni, en varö meira aölaöandi. Landslagið varö einnig litdaufara og viöfeldnara; bjarkariltnurinn var óvenjulega sterkur. “Já, barniö mitt, nú held ég, aö ég hafi gefiö þér nokkuð af

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.