Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 7

Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 7
HEIMIR 151 Strax í æsku ger5i skáldskapargáfa Goethes vart viö sig. Hann og nokkrir jafnaldrar hans voru vanir aö koma saman á sunnudögum og lesa hver fyrir ööruin ýmislegt, sem þeir höföu ort næstu viku á undan. Goethe segir svo sjálfur frá, aö sér hafi altaf fundist sín kvæöi betri en hinna, en ekki hafi hann þoraö aö hafa orð á því, vegna ótta um aö hinir mundu álíta það sjálfhælni. Auk skáldskapargáfunnar kom einnig rnjög snemma í ljós hjá honum ást á náttúrinni og tilhneiging til vísinda. Sannaöist á honurn sem mörgum fleirum, aö “snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.” Ekki fullra sextán ára að aldri var Goethe sendur í há- skólann í Leipzig til aö nema lögfræði. Auk lögfræöinnar átti hann aö leggja stund á bókmentir Grikkja og Rómverja og heimspeki. Hann var falinn handleiðslu aðalkennarans í lög- fræði og konu hans. Hann sló slöku viö lögfræðisnámiö en las mikið af skáldritum og orti talsvert sjálfur. Lagakennaranum, eftirlitsmanni hans þótti hann gefa sig alt of mikið viö skáldskap, en kona hans, sem haföi gott vit á skáldskap, hlustaði með athygli á það sem hann las f\TÍr henni. Hún fullvissaði hann um, að ekkert af því, sern hann hefði komiö meö með sér að heiman, væri til nokkurs nýtt nema að kveikja upp í ofninum. Goethe fylgdi ráðum hennar og brendi einn góðan veðurdag alt sem hann hafði ort. Eitt af því sem Goethe hefir ávalt sætt mjög ómildum dómum fyrir er óstööuglyndi í ástamálum. Efalaust er eitthvað af þeim verðskuldaö, en þó er víst að hann var ekki ætíð orsök þess að ástaræfintýri hans tóku eins fljótt enda og raun varð á. Sagt er að hann hafi komist í ástaræfintýri heima í Frankfurt, áður en hann fór til háskólans, og að þaðan sé Margrét í sorgar- leiknum Faust fengin. I Leipzig varð hann ástfanginn af dóttur veitingamanns eins og trúlofaðist henni, en stúlkan brá heiti við hann, að sögn vegna þess, að hann lét ýmsa óánægju og þunglyndi, sem á hann stríddi, bitna á henni. Eftir því nær þriggja ára dvöl í Leipzig veiktist hann svo, að hann varð að fara heim aftur til Frankfurt. Hugur hans hneigðist um þessar mundir allmikiö að hjátrúarkendu trúar-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.