Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 5

Heimir - 01.03.1911, Blaðsíða 5
HEI MIR 149 þessara tímabila var á þrettándu öldinni. Hetjusögur og ljóö höföu lifaö á vöruin fólksins um óminnilega langan tírna, þar til þá, er þau voru færö í letur. Efniö er aö mestu leyti aftan úr heiöui, en meöferö þess ber á sér mörg einkenni kristninnar. Merkilegast af ritum þessa tíma er hiö svo nefnda Nifiungaljóö, (Nieblungenlied). Þaö hefir ýmsa gamla sagnatlokka aö geyma. Þaö þykir sannur bókmentagimsteinn vegna hinna ágætu lýsinga af söguhetjunum og skaplyndiseinkennnin þairra.sem í því er aö finna. Hér er ekki rúm til aö lýsa þessu tímabili nánar. Það er tnjög þýðingarmikið tímabil í bókmentasögu þýzku þjóöarinn- ar, því þá brauzt hiö sjálfstæöa og frumlega íandlegulífi hennar út í stórfeldum skáldskap, sem aö efni og búningi var algerlega þjóölegur, dreginn út úr lífsreynzlu þjóöarinnar sjálfrar á Iiönum tímum. Eftir þetta tíinabil voru þýzkar bókmentir undir útlendum áhrifunt fram á miöja átjándu öld; fvrst forn-rómverskum, og síðar frakkneskum. Uin 1730 byrjar viöreisnartímabil, og frá 1760 til 1 832 er hiö svo nefnda síöara “klassiska tímabil.” Þaö endar tneö dauöa Goethes. Hann var mestur þeirra skálda, sem til þess teljast, þó sum önnur hafi oröið heimsfræg. Af fyrirrennurum Goethes á þessu tímabili iná sérstaklega nefna tvo, er höföu áhrif á hann, Lessing og Herder. Lessing var hinn lang-frumlegasti þýzkur rithöfundur á sínum tíma ogágæt- ur ritdómari. Hann braut niönr vægöarlaust hiö gamla og við- tekna í heimi bókmentanna. I öllum ritverkum hans birtist óslökkvandi þrá eftir einhverju betra og fullkomnara en þvísem er. Aðaleinkenni Herders, aftur á móti, er víösýní. í hans skáldskap eru mörg hin beztu einkenni sumra stórskálda annara þjóða sameinuð í eitt. Hann var nokkurs konar bókmentalegur heimsborgari, eftir því sem einum helsta bókmentafræöingi Þjóöverja segist frá. Þriöji maöurinn, sem mest áhrif haföi á Goethe var Schiller, þó hann væri tíu árum yngri en Goethe sjálfur. Um samvinnu þeirra og áhrif hvers á annan veröur síöar getið. Jóhann Wolfgang Goethe fæddist áriö 1749 íbænum Frank- furt við Main. Forcldrar hans voru Jóhann Kaspar Goethe,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.