Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Blaðsíða 33
IÐUNNl
Nokkrir gestir vorir
á þjóðhátíðinni 1874.
E*ólt ég hafi áöur ritað
hitt og þetta, sem fast
hefir orðið i minni mínu
frá þeim efnisríku dög-
um; og þótt ótal atvik
hafi með öllu gleymst,
get ég og vil gjarnan
gera ritstjórn Iðunnar
úrlausn, og segja ofur-
litla sögu af nokkrum
persónum þeim, er
heimsóltu oss við það
tækifæri og ekki voru
beinlínis i fylgd konungs
eða sendir ineð kveðjur
og árnaðaróskir frá öðr-
um ríkjum og löndum,
svo sem frá Þýzkalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Eng-
landi og Bandaríkjunum. Veit ég þó ekki hvort þau
slórmenni, sem heilsuðu oss frá Englandi og Banda-
ríkjunum, höfðu nokkurt »diplomatist« erindi að reka.
En þó vil ég tvo af Ameríku-gestunutn fyrsta nefna,
því að þeir voru báðir frægir menn. Það voru þeir
Bayard Taylor, skáldið og (síðar) sendiherra Banda-
ríkja í Berlín, og Cyrus Field, frægnr norðurfari og
fyrsti sæsímaskörungur á enskri tungu. Með þeim félög-
um var 3. maðurinn landi vor Eiríkur Magnússon,
M. A., og þótti oss hann láta allmikið á sér bera,
enda var hann metnaðarmaður, djarfj'rtur og æði
Mattli. Jochumsson.