Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 10
248 Gisli Skúlason: IIÐUNN fyrir, fara menn á mis við afarmikil hlunnindi, sem síðar skal vikið að. Hitt er aftur sjálftsagt, að þótt hver einstaklingur keypli elli- og áfallatryggingu í einu lagi, þá myndu þó úlgjöldin til áfallanna verða sundurliðuð í bókfærslu sjóðsins; yrði með því auð- veldara að sjá, hvar útgjaldahættan yrði mest og með því yrði, eftir því sem reynslan kendi, unt að stýra fyrir ýms sker, sem ekki væri hægt að sjá fyrirfram. En þetta síðasttalda atriði er tryggingar- hugmyndinni óviðkomandi. Menn verða að vera trygðir fyrir áföllunum, ekki einu, heldur öllum, og það svo vel trygðir að til- gangurinn náist, annars er til lílils barist. En hins- vegar finst mér ekki, að skyldutrygging eins og sú sem hér er uin ræða, haíi rétt til að ganga lengra en svo, að það verði áreiðanlega fyrirbygt, að ein- staklingurinn verði öðrum til byrði. Það er ekki nóg, að skyldutryggingar byggist á hagsmunum, þær verða fyrst og fremst að byggjast á réttlæti. Og ég gel ekki skilið, að nokkur geti rengt það, að sú krafa sem mannfélagið með þessu gerir til einstaklingsins, að hann verði ekki öðrum til byrði, hafi við fylsta réttlæti að styðjast, bæði siðferðilega og lagalega. Eg skal nú þessu næst athuga hvern einstakan áfallalið af þeim sem áður eru taldir og gera grein fyrir því, hvernig ég tel að þessum tryggingum þuríi að vera fyrirkomið, til þess að lilgangurinn náist. Er þá fyrst að minnast á ellina, algengasta efna- lega áfallið, sem mönnunum mætir. Allir vita, hvað gamalmennafrarnfærið er þungur liður í útsvörunum, og þó er gamalmennaframfæri sveita- og bæjarsjóða áreiðanlega ekki nema sináræði á móli gamalmenna- framfærslu einstakra inanna. Og þótt mér delti ekki í hug að efast um, að menn geri það með góðu og telji það helga skyldu, að framfæra sér vandabundið gamalmenni, föður eða móður, þá hugsa ég þó, að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.