Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 35
IÐUNNí Nokkrir gestir vorir á þjóðhátíðinni 1874. 273 veitti sér minstu eftirtekt. Grímur hafði svarað: »Hafið þér ekki, dr. Leitner, veitl hinu eftirtekt, þvi sem sé, að stjarnanna gætir ekki þegar sólin er komin upp?«. Lengra hafði ekki orðið samtal þeirra. Pegar þessi h#ra gekk um borð, mætti ég honum. Var hann þá fullur úlfúðar, og kvað kerlingu þá er veitti honum vist og kost, hafa flegið af sér fötin og vera hið versta skass, og síðan húð-skammaði hann land vort og þjóð, kvaðst aldrei í verri hundsrass komið hafa. »Þið mentað fólk! Þið mættuð þakka fyrir að vera skrælingjar eins og forfeður ykkar«. Ég svaraði á þá leið, að það siðaðri værum vér þó en forfeður vorir, að á þeirra dögum hefði enginn flækingur farið með óklofinn haus úr vist sinni, hefði hann þakkað greið- ann á sama hátt sem hann«. Við það skildum við. Dr. Max Nordau tel ég næst. Hann varð síðan nafnkunnur rithöfundur, einkum fyrir níðrit sín um París og Lundúni. Hann var líka ísraelsniðji og ær- ið virðingagjarn, en lél lítið til sín taka. Kvartaði hann sárlega við okkur um slys sitt, að hann hefði ekki mátt taka þátt i konungsdýrðinni á Þingvöllum sakir þess faraldurs, að kúffortahestur hans hefði týnst á þeirri bannsettu eyðimörk, er héti »Mosvels- hædí«. Við spurðum hvað í kúffortunum hefði verið, — nesti, eða hvað? Nei, segir Nordau, öll bezlu föt- in mín, þar á meðal »12 manchetskyrtur«. Ekki man ég fleira um framkomu þess herra, en hafi hann nokkuð ritað urn ferð sína hingað, er hætt við, að þar hafi hann sungið við sama tón og Leitner, og oft sáum við þá saman. Browning. Hann á skilið að fá Iengri eftirmæli í þessum kafla, því skringilegri og að vissu leyti skemti- legri gestur kom ekki til hálíðarinnar. Hann var ungur fagurlistamaður frá Lundúnum; heiðursskrif- ari (honorary secretary, — að hann sagði) í listafé- lagi einu, og til sanninda sýndi hann okkur bækling 18

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.