Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Blaðsíða 53
JÐDNN)
G. F.: Tvö kvæöi.
291
Brostir þú við blómi hverju,
blómin hlógu þér á mót.
Hulda landsins, hýr í bragði,
hefir í seli um efstu-grjót.
Þú varst hennar góði gestur,
gaf hún þér með tignar-yl
anganbrjóst sitt unglinginum,
ör við þann, sem vinnur til.
Vökumanns er vita kynti
verður minst með þakkar-bug,
þegar birtir yfir enni
æskunnar, sem geymir dug,
þess er jafnan þráði að vísa
þjóðmenning á rétta leið —
úrvalsmanns, er æsku vora
efldi til að þreyta skeið.
Lengi gaztu lyndismóki
lagt til byrinn fram á mið,
lagt til röst í ládeyðuna,
lygnu breytt í straumanið,
eldinn sótt tii útbýtingar,
áhuga- og vilja-glóð,
manndóm hvatt að lifa í ljósi,
leggja andans gull í sjóð.
Slökt er ljós á aftni árla:
ævikyndilt snildarmanns —
myrkvaður á menlahæðum
meginvili Norðurlands. —
Þegar litverp lauf á kvisti
lúta og falla í skjólin sín,
mér er bent á mína götu —
mína leið: 1 átt til þín.